Vel heppnað tengslakvöld

Árlegt tengslakvöld Viðskiptaráðs og Icelandic Startups fór fram í níunda skipti síðastliðinn fimmtudag og gestgjafi kvöldsins var Deloitte. Tengslakvöldunum var hleypt af stokkunum árið 2009 með það að markmiði að leiða saman reynslumikla stjórnendur og áhugasama frumkvöðla sem eru að stíga sín fyrstu skref í atvinnurekstri.

Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja tóku þátt í viðburðinum ásamt stjórnendum úr atvinnulífinu og starfsfólki Viðskiptaráðs, Icelandic Startups og Deloitte. Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte, hóf viðburðinn á því að bjóða gesti velkomna og kynnti Technology Fast 50 verkefnið sem er kjarninn í framlagi fyrirtækisins til nýsköpunar. Með verkefninu er skapaður sérstakur vettvangur fyrir íslensk tæknifyrirtæki til að vekja athygli fjárfesta, mögulegra samstarfsaðila og annarra hagsmunaaðila í fjölmörgum löndum.

Viðskiptaráð þakkar Deloitte, Icelandic Startups, mentorum og fulltrúum þeirra nýsköpunarfyrirtækja sem tóku þátt fyrir skemmtilega og áhugaverða kvöldstund.

Upplýsingar um nýsköpunarfyrirtækin má sjá hér:

  • Aldin Dynamics - skapar hugbúnað sem gerir efnishönnun fyrir sýndarveruleika markvissari og öflugri
  • ANKRA - þróar og markaðssetur fæðubótaefni og húðvörur sem vinna saman að bættu útliti og líðan bæði innan frá sem og utan.
  • Fuglafár - spil sem gerir börnum og fólki á öllum aldri kleift að bæta þekkingu á íslenskum fuglum.
  • HAp+ - einföld en byltingarkennd uppfinning sem stuðlar að bættri tannheilsu og líðan einstaklinga með munnþurk.
  • Platome - þróar aðferðir fyrir vísindamenn sem rannsaka stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum og stuðla að framförum í læknisfræði.
  • Radiant Games - býr til skemmtilegar forritunarupplifanir sem auðvelda krökkum fyrstu skrefin inn í heim tölvunarfræðinnar.
  • Study Cake - snjallforrit sem gerir spurningaleik úr vinsælustu barnabókum landsins.
  • Tagplay - vefkerfi sem gerir fólki kleift að uppfæra heimasíður sínar með samfélagsmiðlum.
  • Wasabi Iceland - ræktun á hágæða wasabi í gróðurhúsum með hreinu íslensku vatni og grænni orku til útflutnings.
  • Watchbox - snjallforrit sem gerir fólki kleift að deila myndböndum og myndum í gegnum rásir.

Smelltu hér til að skoða myndir frá tengslakvöldinu

Tengt efni

Átján fyrirmyndarfyrirtækjum í stjórnarháttum veitt viðurkenning

Hópur fyrirtækja í fjölbreyttri starfsemi hlaut í dag verðlaun fyrir góða ...
22. ágú 2023

Ríkið herðir hnútinn á leigumarkaði

Frumvarp um breytingar á húsaleigulögum er enn einn rembihnúturinná leigumarkaðinn
31. ágú 2023

Lesskilningur Landverndar

Engin óvissa ríkir um efnahagslegar afleiðingar orkuskiptasviðsmyndar ...
2. mar 2023