03.06.2016 | Fréttir
Árlegt tengslakvöld Viðskiptaráðs og Icelandic Startups fór fram í níunda skipti síðastliðinn fimmtudag og gestgjafi kvöldsins var Deloitte. Tengslakvöldunum var hleypt af stokkunum árið 2009 með það að markmiði að leiða saman reynslumikla stjórnendur og áhugasama frumkvöðla sem eru að stíga sín fyrstu skref í atvinnurekstri.
Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja tóku þátt í viðburðinum ásamt stjórnendum úr atvinnulífinu og starfsfólki Viðskiptaráðs, Icelandic Startups og Deloitte. Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte, hóf viðburðinn á því að bjóða gesti velkomna og kynnti Technology Fast 50 verkefnið sem er kjarninn í framlagi fyrirtækisins til nýsköpunar. Með verkefninu er skapaður sérstakur vettvangur fyrir íslensk tæknifyrirtæki til að vekja athygli fjárfesta, mögulegra samstarfsaðila og annarra hagsmunaaðila í fjölmörgum löndum.
Viðskiptaráð þakkar Deloitte, Icelandic Startups, mentorum og fulltrúum þeirra nýsköpunarfyrirtækja sem tóku þátt fyrir skemmtilega og áhugaverða kvöldstund.
Upplýsingar um nýsköpunarfyrirtækin má sjá hér:
Smelltu hér til að skoða myndir frá tengslakvöldinu
Viðfangsefni: Nýsköpun, Viðburðir