20.09.2018 | Fréttir

Verkkeppni: Hvernig lærir fólk framtíðarinnar?

Lokað hefur verið fyrir skráningar. Verið er að fara yfir umsóknir og verður öllum umsækjendum svarað innan sólarhrings.

Athugið! Að gefnu tilefni bendum við á að ætlast er til að fullmótaðir hópar sæki um en ef einstaklingar sækja um þá munum við raða í hópa.

Viðskiptaráð Íslands heldur nú verkkeppni (e. case competition) í annað sinn. Verkkeppnin gengur þannig fyrir sig að 4-6 manna lið hafa eina helgi til þess að móta hugmynd er snýr að spurningunni “Hvernig lærir fólk framtíðarinnar?”. Ótal mörg tækifæri fylgja tæknivæðingunni og hinni svokölluðu 4. iðnbyltingu sem nú gengur yfir en áskoranir felast í því að nýta nýjar leiðir til að miðla upplýsingum, mennta einstaklinga og sinna störfum á fjölbreyttari hátt en áður. Liðin eiga að koma auga á eina slíka áskorun, eða fleiri, og setja fram mótaða tillögu að lausn á vandamálinu. Keppnin er ætluð hópum með fjölbreyttan bakgrunn og geta lausnirnar því verið eins ólíkar og þær eru margar. Liðin geta einblínt á það svið sem þau hafa þekkingu og áhuga á, hvort sem það er að endurhugsa íslenskt menntakerfi, bæta tiltekna aðferðafræði, spýta í lestrarfærni eða sjálfvirknivæða menntun. Eina krafan er að lið séu lausnamiðuð og frumleg í sinni nálgun.

Föstudaginn 12. október hlusta liðin á fyrirlestra þar sem verkefnið er útskýrt í frekari smáatriðum. Þá er liðunum til halds og trausts fjölbreyttur hópur leiðbeinenda úr atvinnulífinu, svokallaðir „mentorar“. Boðið er upp á morgunmat, hádegismat og kvöldmat alla daga og endar keppnin á veglegum kvöldverði fyrir keppendur.

Dómnefnd keppninnar skipa:

Staðfestir leiðbeinendur (e. mentors):

Hvenær?
Keppnin er haldin helgina 12. – 14. október og hefst kl. 15:30 á föstudeginum. Undir lok sunnudags munu liðin kynna hugmyndir sínar og tillögur að lausn fyrir dómnefnd og í kjölfarið er lokahóf með kvöldverði um kvöldið.

Hvar?
Keppnin er haldin í húsakynnum Háskólans í Reykjavík, Menntavegi 1. Vinningshafar verða tilkynntir við lokahófið. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra veitir sigurliðinu verðlaunin.

Fyrir hverja?
Um mjög opið umfjöllunarefni er að ræða og fjölbreytni og frumleiki skipta hér miklu máli. Þverfagleg lið eru sérstaklega velkomin þar sem unnið er þvert á greinar sem og skóla. Æskilegt er (ekki skilyrði þó) að a.m.k. einn nemandi á menntavísindasviði eða kennari sé í hópnum.

Til hvers?
Þátttakendum gefst tækifæri til að öðlast reynslu í að leysa flókin vandamál á stuttum tíma, og fá samhliða því áheyrn hjá áhrifafólki úr íslensku efnahagslífi. Þá kynnast þátttakendur fjölbreyttum hópi fólks úr atvinnulífinu og þekkingarsamfélaginu auk þess sem sigurvegararnir fá að kynna lausn sína fyrir menntamálaráðherra.

Þátttakendur sigurliðsins vinna 1.000.000 kr. til þess að þróa hugmynd sína frekar.

Hvernig?
Þú getur skráð þig eða þitt lið með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsóknarfrestur er til og með 7. október.