Viðskiptaráð fagnar áætlunum um einföldun regluverks

Viðskiptaráð fagnar umfangsmiklum aðgerðum sem nú standa yfir til að einfalda regluverk á málefnasviðum Þórdísar Kolbrúnar Reykjarðar Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra og Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Miklar breytingar verða gerðar, sem mun hafa mikið að segja fyrir fólk og fyrirtæki í landinu.

Átak og áhersla á einfaldara og skilvirkara regluverk hafa verið meðal loforða síðustu ríkisstjórna. Það er fagnaðarefni að nú glitti í framkvæmdir í kjölfar fagra fyrirheita. Ljóst er að þörf er á, enda hafa markvissar aðgerðir í þágu einföldun regluverks setið á hakanum.

Viðskiptaráð hefur um árabil hvatt stjórnvöld til að setja aukinn kraft í einföldun regluverks og móta markvissa heildarstefnu sem fylgt verður eftir á næstu árum svo íslensk fyrirtæki þurfi síður að takast á við óþarflega íþyngjandi og kostnaðarsama reglubyrði sem á endanum skerðir hag og lífskjör almennings.

Skoðun ráðsins um einföldun regluverks má lesa hér.

Tengt efni

Starfsfólk hins opinbera nýtur enn meiri verndar en á almenna markaðnum

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og ...
2. nóv 2022

Ávinningur af einföldun regluverks

Staða Íslands er að mörgu leyti slæm þegar horft er til umfangs regluverks og ...
3. des 2020

Látum góða stjórnarhætti skipta máli

Þegar stjórnarhætti fyrirtækja og leiðbeiningar á því sviði ber á góma vakna ...
1. apr 2011