Fréttir

29.09.2017 | Fréttir

Ásta Fjeldsted á fundi WTO

Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, sat í pallborði fyrir hönd Íslands á ráðstefnu hjá Alþjóða viðskiptastofnuninni (e. World Trade Organization) í Genf sem kallast #SheTrades session. Ráðstefnan er samstarf Íslands, Kanada og International Trade Center (e. ITC) og er leitt áfram af Fastanefnd Íslands í Genf. Efni ráðstefnunnar var kynjajafnrétti í viðskiptum og hvort efnahagsleg rök væru fyrir eflingu kvenna í viðskiptum og fór fram dagana 26. – 28. september.

31.03.2015 | Fréttir

Evra myndi auðvelda afnám hafta

Ákvörðun um upptöku evru í gegnum evrópskt myntsamstarf felur í sér heppilegra umhverfi til losunar hafta með auknum stöðugleika og þrótti íslensks atvinnulífs, hvort sem losun hafta verður hröð eða hæg. Þetta er niðurstaða nýrrar sviðsmyndagreiningar KPMG.

16.03.2015 | Fréttir

Staða aðildarumsóknar óbreytt

Í síðustu viku birti utanríkisráðherra tilkynningu þess efnis að Ísland sé ekki lengur í hópi umsóknarríkja Evrópusambandsins. Þessi ákvörðun byggir á samþykkt ríkisstjórnarinnar síðastliðinn þriðjudag, sem felur í sér að núverandi stjórnvöld hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við ESB á nýjan leik.

03.07.2014 | Fréttir

Upprunavottorð vegna tollfrjálsra viðskipta við Kína

Þann 1. júlí 2014 tók gildi fríverslunarsamningur á milli Íslands og Kína. Samningurinn nær fyrst og fremst til vöruskipta en samkvæmt honum munu samningsaðilar lækka eða fella niður tolla af ýmsum vörum. Viðskiptaráð hvetur viðskiptavini til að kynna sér hvaða vöruflokkar falla þar undir.

07.04.2014 | Fréttir

Bein útsending: Fundur um úttekt á aðildarviðræðum Íslands við ESB

Fundur um úttekt Alþjóðamálastofnunar á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið er sýndur í beinni útsendingu á Vísi.is og Rúv.is. Að úttektinni standa, ásamt Viðskiptaráði Íslands, Alþýðusamband Íslands, Félag atvinnurekenda og Samtök atvinnulífsins.

07.04.2014 | Fréttir

Úttekt á stöðu aðildarviðræðnanna mikilvægt framlag til málefnalegrar umræðu

Ríflega 100 gestir sóttu kynningarfund á úttekt Alþjóðamálastofnunar á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík í dag. Á fundinum kynntu höfundar úttektarinnar helstu niðurstöður kafla hennar og sátu fyrir svörum að því loknu. Að úttektinni stóðu, ásamt

03.04.2014 | Fréttir

Kynning á skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræður Íslands við ESB

Mánudaginn 7. apríl kl. 8.15 - 11.30 fer fram kynning á skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Skýrslan var unnin fyrir Alþýðusamband Íslands, Félag atvinnurekenda, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands.

05.03.2014 | Fréttir

Ályktun stjórnar Viðskiptaráðs um Evrópumál

Á stjórnarfundi Viðskiptaráðs Íslands var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: Stjórn Viðskiptaráðs Íslands telur ekki rétt að slíta aðildarviðræðum við ESB á þessum tímapunkti líkt og lagt er til í fyrirliggjandi þingsályktunartillögu utanríkisráðherra.

12.02.2014 | Fréttir

Viðskiptaþing 2014: Ísland er land tækifæranna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, fjallaði á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, hvers er að vænta á næstu misserum og hvernig atvinnulífið og stjórnvöld í sameiningu geta náð sem mestum árangri á komandi árum.

22.11.2013 | Fréttir

Vinna hafin við úttekt á stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið

Í lok september sl. var tilkynnt að Alþýðusamband Íslands, Félag atvinnurekenda, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands hygðust standa fyrir úttekt á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, þróun ESB og valkostum í efnahagsmálum.