Fréttir

03.09.2018 | Fréttir

100 ára saga verslunar og viðskipta á Íslandi

Heimildarmyndin Hugvit leyst úr höftum er nú aðgengileg aftur á Sarpi RÚV. Heimildarmyndin fjallar um sögu Viðskiptaráðs Íslands í hundrað ár þar sem saga verslunar og viðskipta er þrædd frá 1917 til dagsins í dag.

31.01.2017 | Fréttir

Kirkjur, brandarar og menningarverðmæti

Núverandi og fyrrverandi sóknarnefndarformenn Hrafnseyrarkirkju sendu frá sér tilkynningu þann 27. janúar síðastliðinn vegna úttektar Viðskiptaráðs á fasteignarekstri ríkissjóðs. Í tilkynningunni kalla formennirnir tillögu ráðsins um að ríkissjóður losi um eignarhald sitt á Hrafnseyrarkirkju „[…] brandara dagsins, því ríkissjóðurinn okkar á ekkert í Hrafnseyrarkirkju og hefur aldrei átt. Hvorki spýtu né nagla!“

18.10.2016 | Fréttir

Bein útsending frá stjórnmálaumræðum í Hörpu kl. 15

Bein útsending verður kl. 15.00 frá fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um atvinnulífið og stefnu stjórnmálaflokkanna fyrir Alþingiskosningarnar 2016. Horfa má á útsendinguna á Vísi, Mbl og VB.

13.10.2016 | Fréttir

Hver bakar þjóðarkökuna?

Á þriðjudag fer fram opinn fundur um efnahags- og atvinnumál á vegum Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins. Leiðtogar stjórnmálaframboða munu þar svara lykilspurningum um efnahags- og atvinnumál: Hvernig á að fjármagna kosningaloforðin? Hvernig má tryggja lægri verðbólgu og vexti á Íslandi? Og hvernig má auka kaupmátt fólks og tryggja gott starfsumhverfi fyrirtækja?

05.10.2016 | Fréttir

Traust til íslenskra fyrirtækja fer vaxandi

Traust almennings til íslenskra fyrirtækja fer vaxandi og hefur ekki verið hærra frá því að mælingar hófust árið 2010. Þá bera fjórir af hverjum fimm einstaklingum traust til eigin vinnuveitanda. Þetta eru niðurstöður viðhorfskönnunar sem unnin var af Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands.

22.09.2016 | Fréttir

Vegna athugasemda Landspítala

Landspítali hefur gert athugasemdir við umfjöllun Viðskiptaráðs sem birtist þann 19. september síðastliðinn undir yfirskriftinni „Óskilgreind fjárútlát gagnast ekki sjúklingum“. Viðskiptaráð bregst hér við athugasemdum spítalans.

19.09.2016 | Fréttir

Óskilgreind fjárútlát gagnast ekki sjúklingum

Undanfarnar vikur hafa flest stjórnmálaöfl lofað auknum fjárútlátum til heilbrigðiskerfisins á næsta kjörtímabili. Ekkert þeirra hefur hins vegar tilgreint nánar með hvaða hætti þeim viðbótarfjármunum skuli varið. Ný úttekt ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company varpar ljósi á vandann við slík loforð.

14.04.2016 | Fréttir

Útsvarshlutföll tveggja sveitarfélaga leiðrétt

Á þriðjudag opnaði Viðskiptaráð nýjan örvef þar sem notendum gefst kostur á að bera saman kostnaðinn við að búa í ólíkum sveitarfélögum. Á vefnum eru settar inn upplýsingar um forsendur út frá búsetu, fjölskyldusamsetningu, launatekjum og stærð húsnæðis.

12.04.2016 | Fréttir

Hvar er best að búa?

Viðskiptaráð hefur opnað nýjan örvef þar sem bera má saman kostnaðinn við að búa í ólíkum sveitarfélögum. Á vefnum má sjá yfirlit yfir skatta, gjöld og skuldir allra sveitarfélaga. Með opnun vefsins vill Viðskiptaráð auka gagnsæi um skattheimtu, gjöld og skuldsetningu á sveitastjórnarstigi.

07.04.2016 | Fréttir

Dregið úr opinberri samkeppni við innlenda smásala

Viðskiptaráð fagnar áformum fjármála- og efnahagsráðherra um að girða fyrir pöntunarþjónustu Fríhafnarinnar ehf. Samkvæmt nýju frumvarpi verður fyrirtækinu óheimilt að taka á móti pöntunum frá öðrum en þeim sem eru staddir í komuversluninni. Ráðið telur opinbera komuverslun vera tímaskekkju og leggur til að Fríhöfnin ehf. verði lögð niður.