14.02.2019 | Fréttir
Þó svo að skyggni sé nánast ekkert vitum við að með að skýrum tilgangi, frelsi og færni má feta öruggan veg til árangurs, velferðar og aukinna tækifæra. Þetta hefur Viðskiptaráð ávallt haft að leiðarljósi – en frjáls viðskipti eru líklegust til að leiða af sér öfluga sköpun verðmæta sem eru órjúfanlegur hluti af þeirri heild sem gott samfélag er.
11.12.2018 | Fréttir
Aðalfyrirlesar þingsins eru Paul Polman, forstjóri Unilever og Valerie G. Keller, forstjóri Ernst & Young - Beacon Institute.
27.02.2018 | Fréttir
Erindi Viðskiptaþings 2018 eru aðgengileg á spilunarrás okkar á YouTube. Er þeim skipt niður eftir framsögumönnum þannig að auðvelt er að velja sinn uppáhalds fyrirlesara og flakka á milli.
14.02.2018 | Fréttir
Viðskiptaþing 2018 hefst nú klukkan 13:00. Þú getur horft á streymi af ræðum Katrínar Olgu Jóhannesdóttar, formanns Viðskiptaráðs, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra hér.
13.02.2018 | Fréttir
Dagskrá Viðskiptaþings 2018 er nú kynnt til leiks og skartar glæsilegum hópi framsögumanna og efnivið með eftirsóttum aðalfyrirlesurum á sviði stafrænna tæknibreytinga á heimsvísu.
22.01.2018 | Fréttir
Uppselt er nú á Viðskiptaþing 2018 sem fer fram þann 14. febrúar næstkomandi, undir yfirskriftinni Straumhvörf - samkeppnishæfni í stafrænum heimi.
10.02.2017 | Fréttir
Viðskiptaþing fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 9. febrúar frá 13.00-17.00. Viðskiptaþing 2017 bar yfirskriftina Börn náttúrunnar: framtíð auðlindagreina á Íslandi og lutu efnistök að framtíð auðlindagreina á Íslandi. Viðskiptaráð Íslands þakkar gestum þingsins og framsögumönnum kærlega fyrir samveruna og innleggið.
09.02.2017 | Greinar
Á fimmtudag fer Viðskiptaþing fram í 41. sinn. Þingið í ár er sérstakt fyrir margar sakir en Viðskiptaráð, sem áður hét Verzlunarráð, fagnar aldarafmæli á árinu. Yfirskrift þingsins í ár er „Börn náttúrunnar – framtíð auðlindagreina á Íslandi“ og verður þar sérstaklega fjallað um sjávarútveg, ferðaþjónustu og orkugeirann.
08.02.2017 | Fréttir
Fimmtudaginn 9. febrúar fer fram árlegt Viðskiptaþing á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13.00-17.00 og af þeim sökum verður skrifstofa Viðskiptaráðs opin frá kl. 9.00 til 12.00. Skrifstofa ráðsins opnar kl. 10.00 föstudaginn 10. febrúar. Yfirskrift þingsins er „Börn náttúrunnar: framtíð auðlindagreina á Íslandi.“ Dagskráin er afar glæsileg og koma þátttakendur úr ýmsum áttum.
27.01.2017 | Fréttir
Mikil aðsókn er á Viðskiptaþing og er nú orðið uppselt þegar tvær vikur eru í viðburðinn. Þingið fer fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 9. febrúar kl. 13.00-17.00. Tekið er við skráningum á biðlista og við afskráningu fær efsti aðili á biðlista úthlutað sæti á þinginu.