Fréttir

01.06.2018 | Fréttir

Nýr samningur um atvinnuréttindi ungs fólks

Á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, með Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, 29. maí sl, var staðfest samkomulag um tímabundin atvinnuréttindi ungs fólks í Japan og á Íslandi.

01.11.2016 | Fréttir

Kjararáð stuðlar að upplausn á vinnumarkaði

Ákvörðun kjararáðs um launahækkanir þingmanna og ráðherra er í engu samhengi við almenna þróun á vinnumarkaði, hvort sem horft er til skemmri eða lengri tíma.

01.11.2016 | Fréttir

Upptaka af kosningafundi VÍ og SA

Upptaka af 90 mínútna kosningafundi Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins með leiðtogum stjórnmálaflokkanna er nú aðgengileg á YouTube rás Viðskiptaráðs Íslands. Fulltrúar stjórmálaflokka sem sæti áttu á Alþingi eða mældust með yfir 5% fylgi í skoðanakönnunum tóku þátt.

18.10.2016 | Fréttir

Bein útsending frá stjórnmálaumræðum í Hörpu kl. 15

Bein útsending verður kl. 15.00 frá fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um atvinnulífið og stefnu stjórnmálaflokkanna fyrir Alþingiskosningarnar 2016. Horfa má á útsendinguna á Vísi, Mbl og VB.

05.10.2016 | Fréttir

Traust til íslenskra fyrirtækja fer vaxandi

Traust almennings til íslenskra fyrirtækja fer vaxandi og hefur ekki verið hærra frá því að mælingar hófust árið 2010. Þá bera fjórir af hverjum fimm einstaklingum traust til eigin vinnuveitanda. Þetta eru niðurstöður viðhorfskönnunar sem unnin var af Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands.

05.11.2015 | Fréttir

Már: Peningastefnan er á krossgötum

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, flutti aðalerindi á árlegum Peningamálafundi Viðskiptaráðs 2015 undir yfirskriftinni „Peningastefna á krossgötum“. Staða og horfur í efnahagsmálum voru í brennidepli bæði í erindi hans og umræðum í kjölfarið.

02.11.2015 | Fréttir

Í hvað fara launin mín?

Til að greiða hálfa milljón í grunnlaun þarf að leggja út sem nemur 740 þúsund krónur á mánuði. Þetta kemur fram á nýrri infógrafík Viðskiptaráðs.

16.10.2015 | Fréttir

Fjárlögin í brennidepli

Í fjárlögum ársins 2016 er gert ráð fyrir 15 ma. kr. afgangi en í umsögn Viðskiptaráðs kemur fram að launakostnaður sé verulega vanáætlaður og því geti fjárlagafrumvarpið tæplega talist hallalaust. Samkvæmt útreikningum ráðsins verður 1 ma. kr. halli sökum þeirra launabreytinga sem ekki eru teknar með í reikninginn í fjárlögum.

09.09.2015 | Fréttir

Fjárlög 2016: Auknar skatttekjur fjármagna hærri launakostnað

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur nú lagt fram frumvarp til fjárlaga ársins 2016. Frumvarpið markast af bættum aðstæðum í íslensku efnahagslífi, en áætlaðar skatttekjur aukast um 45 ma. kr. sem jafngildir um 6% hækkun á milli ára. Skortur á aðhaldi þegar kemur að launakostnaði veldur áhyggjum en tímabærar skattalækkanir eru fagnaðarefni.

10.06.2015 | Fréttir

Veikindi tvöfalt algengari hjá hinu opinbera

Áætluð fjarvera starfsfólks vegna veikinda er tvöfalt meiri á opinberum vinnustöðum en á almennum vinnustöðum. Þetta er ein af niðurstöðum þróunarverkefnisins Virkur vinnustaður sem kynntar voru í síðasta mánuði. Niðurstöðurnar byggja á skráningu veikindadaga yfir þriggja ára tímabil á 25 vinnustöðum með um 1.400 starfsmenn. Mismunur af þessari stærðargráðu veldur um 11 ma. kr. árlegum kostnaðarauka fyrir hið opinbera og því er brýnt að kanna nánar ástæður hans.