Lagafrumvörp og þingsályktunartillögur
Frumvarp til laga er annað hvort stjórnarfrumvarp, flutt af ríkisstjórninni að forgöngu þess ráðherra sem málið heyrir undir, eða þingmannafrumvarp, sem flutt er af einum eða fleiri þingmönnum. Fyrir kemur að frumvörp séu flutt af þingnefnd og geta forsætisnefnd og þingflokkar einnig flutt frumvörp.
Stærstur hluti samþykktra laga á þó rætur að rekja til stjórnarfrumvarpa. Áður en slík frumvörp eru lögð fram eru þau tekin til meðferðar í ríkisstjórn. Samþykki ríkisstjórnar þarf fyrir framlagningu stjórnarfrumvarps (fyrir utan fjárlög, fjáraukalög og lokafjárlög), og er slíkt samþykki að jafnaði með skilyrði um samþykki þingflokka sem eiga aðild að ríkisstjórn.
Ekkert lagafrumvarp má samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður á Alþingi.
Við fyrstu umræðu mælir flutningsmaður fyrir frumvarpinu og almenn umræða um frumvarpið á sér stað.
Með þingsályktunum getur Alþingi einnig lýst stefnu sinni eða ákvörðun án þess að setja lög. Í þingsályktunum felst oft áskorun á ríkisstjórnina um að sjá um framkvæmd verkefnis, undirbúa löggjöf eða rannsaka tiltekið mál. Þingsályktunartillögur eru ræddar við tvær umræður.
Listi yfir lagafrumvörp þessa þings má nálgast hér á vefsíðu Alþingis.
Listi yfir þingsályktunartillögur sem lagðar hafa verið fram má nálgast hér á vefsíðu Alþingis.