Bílastæðagjald fýsilegt form gjaldtöku

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til Alþingis vegna frumvarps um bílastæðagjöld. Verði frumvarpið að lögum er ríki og sveitarfélögum heimilt að taka gjald af þeim sem leggja bifreiðum sínum við ferðamannastaði. Viðskiptaráð telur bílastæðagjöld vera fýsilegt form gjaldtöku, þau leggjast beint á þá sem á staðina sækja og hafa takmörkuð neikvæð áhrif á upplifun gesta af ferðamannastaðnum. Þá er sambærilegt gjald alþekkt víða um heim. Leggur ráðið til að frumvarpið nái fram að ganga.

Lesa umsögnina í heild.


Tengt efni

Stígum skrefið til fulls - öllum til hagsbóta

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur (mál nr. 470)
2. jún 2022

Aðkoma einkaaðila stuðlar að nauðsynlegri uppbyggingu á landsvæði ríkisins

Aðkoma einkaaðila og aukin fjárfesting þeirra getur stuðlað að nauðsynlegri ...
10. des 2020

Hvað þarf hið opinbera marga tekjustofna?

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi eru tekjustofnar ríkisins eftirfarandi: ...
15. nóv 2019