Lögverndun leiðsögumanna skaðleg

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar um frumvarp til laga um leiðsögumenn. Með frumvarpinu er lagt til að starfsheitið leiðsögumaður ferðamanna verði lögverndað. Ráðið leggst gegn því að frumvarpið nái fram að ganga.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Lögverndun er ávallt komið á í nafni neytendaverndar en í reynd ber hún mörg einkenni sérhagsmunagæslu. Í krafti lögverndunar geta þeir sem fyrir sitja hækkað verð til viðskiptavina sinna og hindrað aðgengi annarra að sömu störfum.
  • Frumvarpið felur í sér lögverndun á starfsheitinu leiðsögumaður en ekki leyfisskyldu til að geta starfað sem slíkur. Hins vegar er sérstaklega tekið fram í frumvarpinu að lögin geti greitt fyrir því að áhrifin verði þau sömu.
  • Í greinargerð með frumvarpinu má hvorki finna rökstuðning þess efnis hver þörfin sé fyrir lögverndun starfsheitisins né hvaða skaði kunni að hljótast af því að hafa starfsemina áfram frjálsa. Að mati Viðskiptaráðs þarf fullnægjandi mat á nauðsyn þess að lögvernda starfsheitið leiðsögumaður að liggja fyrir áður en slík lagasetning fer fram.
  • Frumvarpið var unnið í samráði við Félag leiðsögumanna sem hafa unnið stöðugt að því að fá í lög lögverndun starfs og starfsheitis leiðsögumanna. Heppilegra hefði verið að líta til breiðari hagsmuna við smíði löggjafar á sviði ferðaþjónustu.

Tengt efni

Lykillinn að bættum lífsgæðum og auknum tækifærum í atvinnulífi

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til ...
21. mar 2023

Regluverk á að vera einfalt og skilvirkt

Umsögn um breytingar á reglugerð um löggiltar iðngreinar nr. 940/1999, með ...
25. ágú 2022