Óljósar hugmyndir um veggjöld

Viðskiptaráð hefur sent inn umsögn sína um fimm og fimmtán ára samgönguáætlun. Ráðið hefur áður sent inn umsögn um málið en síðan þá hafa komið fram fyrirætlanir um veggjöld sem ekki lágu fyrir á þeim tíma.[1] Viðskiptaráð telur að skoða ætti hugmyndir um veggjöld en þó eingöngu samhliða heildrænni endurskoðun á fyrirkomulagi gjaldtöku í vegakerfinu með hliðsjón af orkuskiptum og tæknibreytingum.

Helstu atriðin sem Viðskiptaráð vill koma á framfæri eru eftirfarandi:

  • Hugmyndir um veggjöld eru enn of óljósar og þarfnast nánari útfærslu.
  • Samvinnuleið er enn vænlegur kostur og gæti létt verulega á uppsöfnuðum vanda ívegakerfinu.
  • Veggjöld sem skammtímalausn eru að líkindum óhagkvæm og betur færi á að selja ríkiseignir til þess að mæta uppsafnaðri fjárfestingarþörf í vegakerfinu.
  • Mikilvægt er að heildstæð endurskoðun verði gerð á gjaldtöku af ökutækjum í samhengi við núverandi fyrirkomulag, orkuskipti og aðra þætti.
  • Viðskiptaráð leggst gegn veggjöldum í þeirri mynd sem þau hafa verið kynnt nú en býður fram krafta sína við heildræna stefnumótun á sviði gjaldtöku fyrir samgöngumannvirki og skattheimtu ökutækja.

Lesa umsögn í heild sinni


[1] Sjá fyrri umsögn Viðskiptaráðs: https://vi.is/malefnastarf/umsagnir/taekifaeri-til-aukinnar-innvidafjarfestingar/

Tengt efni

Má aðstoða hið opinbera? 

„Á meðan einkageirinn leiðir framleiðniaukninguna bendir ýmislegt til þess að ...
4. mar 2024

Dauða­færi ríkis­stjórnarinnar til að lækka vaxta­stig

Viðureignin við verðbólguna er nú eitt brýnasta verkefnið á vettvangi ...
7. jún 2023

Hagsmunamál að fæla ekki burt erlenda fjárfestingu

Umsögn Viðskiptaráðs um áform um lagasetningu um rýni á erlendum fjárfestingum ...
10. júl 2022