Breyting á lögum um vátryggingastarfsemi

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á lögum um vátryggingastarfsemi. Ráðið leggur til að frumvarpið nái ekki óbreytt fram að ganga.

Líkt og við fyrra frumvarp um sama efni, sbr. 489. þingmál á 141. löggjafarþingi, tekur Viðskiptaráð heilt yfir undir athugasemdir í umsögn SFF. Má þar t.a.m. nefna að frumvarpið gerir ráð fyrir að starfsemi vátryggingarfyrirtækja eigi að búa við strangari skilyrði en t.d. fjármálafyrirtæki s.s. varðandi krosstjórnarsetu og óhæði stjórnarmanna. Þá er að finna ákveðinn skort á samræmingu hugtaka í frumvarpinu við efni frá FME, s.s. varðandi skilgreiningu hugtaksins lykilstarfsmaður. Eins er afmörkun á hugtakinu útvistun ekki til að dreifa, líkt og SFF bendir á í sinni umsögn. Að auki er hér tekið undir að þörf sé á heildstæðum samanburði ákvæða um stjórnarsetu í vátryggingarfélögum og fjármálafyrirtækjum við það sem gerist erlendis. 

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér.

Tengt efni

Endurskoða þarf íþyngjandi ákvæði persónuverndarlaga

Umsögn Viðskiptaráðs, SA, SI, SFS, SVÞ, SAF, Samorku og SFF um frumvarp til laga ...
25. okt 2022

Sóknarfæri á tímum sjálfvirknivæðingar

Aukinni sjálfvirknivæðingu fylgja áskoranir en um leið ýmis tækifæri
6. apr 2022