Útgáfa

Útgáfu Viðskiptaráðs er ætlað að auka almenna vitund og skilning á þeim viðfangsefnum sem snerta viðskiptalífið og afstöðu ráðsins í einstökum málefnum. Útgáfan skiptist í skoðanir, skýrslur, kynningar og greinar.

27.09.2018 | Greinar

Stjórnleysi á vinnustað

Samkvæmt viðmælanda mínum mætti klippa á það foreldrasamband sem virðist ríkja á mörgum vinnustöðum þar sem starfsfólk nánast eins og börn við foreldra þurfa að biðja yfirmenn um leyfi fyrir öllum sköpuðum hlutum.

25.06.2015 | Skýrslur

Corporate Governance Guidelines

Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland hafa nú gefið út fimmtu útgáfu Corporate Governance Guidelines en um er að ræða enska útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja

26.05.2015 | Kynningar

Stjórnarhættir fyrirtækja - breytingar í fimmtu útgáfu

Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja eru nú gefnar út í fimmta skipti á Íslandi. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á leiðbeiningunum frá fjórðu útgáfu þeirra. Í endurskoðunarferlinu var lögð áhersla á að gera leiðbeiningarnar skýrari og notendavænni með almennum breytingum á formi, uppsetningu og orðalagi.

26.05.2015 | Skýrslur

Stjórnarhættir fyrirtækja: leiðbeiningar

Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland hafa nú gefið út fimmtu útgáfu Leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.

16.04.2015 | Greinar

Óháðir stjórnarmenn í þágu hluthafa

Þann 16. apríl birtist í Viðskiptablaðinu grein eftir Mörtu Guðrúnu Blöndal lögfræðing Viðskiptaráðs og Þórönnu Jónsdóttur forseta viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Í greininni fjölluðu þær um röksemdir að baki tilmælum um óháða stjórnarmenn í leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja.

13.12.2012 | Skýrslur

Leiðbeiningar um stjórnarhætti á ensku

Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja sem gefnar voru út í mars á þessu ári eru nú komnar út í enskri þýðingu. Viðskiptaráð hefur unnið leiðbeiningarnar í samstarfi við Nasdaq OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins, en þær komu fyrst út árið 2004 og endurskoðuð útgáfa ári síðar. Þriðja útgáfa leiðbeininganna var gefin út árið 2009 og tóku þær þá talsverðum breytingum, en hér er því um fjórðu útgáfu þeirra að ræða.

05.10.2012 | Útgáfa

Lokaverkefni vinnuvikunnar?

Undanfarin ár hefur Viðskiptaráð hvatt fyrirtæki til að skila ársreikningum innan tilsettra tímamarka. Skil rekstrarupplýsinga eru auðvitað sjálfsagt mál og í raun sáraeinfalt, en samkvæmt ársreikningalögum ber fyrirtækjum, yfir ákveðnum viðmiðunarmörkum, að skila ársreikningi innan mánaðar frá samþykkt hans eða eigi síðar en átta mánuðum frá lokum reikningsárs. 

04.04.2012 | Skýrslur

Nýtt upplýsingaskjal á ensku um stöðu efnahagsmála

Íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum umtalsverðar breytingar síðustu fjögur ár. Á sama tíma hefur upplýsingagjöf til erlendra aðila verið af skornum skammti sem veldur því að mikilvægir hagsmunaaðilar íslenskra fyrirtækja og yfirvalda hafa of sjaldan heildarmyndina af orsökum efnahagskreppunnar og stöðu efnahagsmála, viðskiptalífs og stjórnmála almennt.

08.03.2012 | Skýrslur

Nýjar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja

Út er komin ný útgáfa leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja, en að henni standa Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og NASDAQ OMX Iceland. Í þessari 4. útgáfu leiðbeininganna er að finna fjölmargar breytingar frá síðustu útgáfu, sem eiga það þó flestar sammerkt að vera formbreytingar fremur en viðamiklar efnisbreytingar.

08.06.2011 | Skoðanir

Sköpum umgjörð til athafna

Það hefur ávallt verið trú þeirra sem að Viðskiptaráði standa að kraftmikið atvinnulíf sé skilvirkasta leiðin til að bæta lífskjör og standa undir öflugu velferðarkerfi. Í ljósi stöðu og horfa fyrir íslenskt þjóðarbú er nú sérstaklega mikilvægt að sjónarmið af þessu tagi fái ríkari stað í umfjöllun um efnahagsmál.