Fjölbreytileiki - Árveknisátak Viðskiptaráðs Íslands

Á sama hátt og viðskiptalífið þarf að styðja ötullega við markmið er snúa að því að auka efnahagslegan stöðugleika og fjölga stoðum hagvaxtar hér á landi, er ljóst að í mörgum tilfellum þarf ekki að leita langt yfir skammt til að styrkja starfsemi íslenskra fyrirtækja. Stórt hagsmunamál fyrir viðskiptalífið á Íslandi er aukin fjölbreytni, hvort heldur sem er í stjórnum, framkvæmdastjórnum eða meðal starfsmanna. Af þeim sökum var fjölbreytnihópur Viðskiptaráðs stofnaður með það að markmiði að stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi hér á landi í mannauði og rekstrarformi. Í vinnu hópsins urðu til tvenns konar afurðir; myndbandaröð um fjölbreytileika í sinni víðustu mynd og lotukerfi fjölbreytileikans að bandarískri fyrirmynd - staðfært yfir á íslenskan raunveruleika árið 2019.

Nánari upplýsingar má fá hjá Védísi Hervöru Árnadóttur, verkefnastýru átaksins.

Myndböndin í heild sinni má sjá hér.

Hvernig er Ísland að bregðast við ólíkum þjóðernum?

Áskoranir í atvinnulífinu og menningarvíddir ólíkra þjóðerna

Ólík sjónarmið gefa nýjan ávinning

HORFA Á SPILUNARLISTA Í HEILD SINNI

Myndbönd
Ritstjórn og framleiðsla - Védís Hervör Árnadóttir
Upptökur, klipp og myndvinnsla - Una Lilja Erludóttir og Védís Hervör Árnadóttir
Grafísk hönnun: Jökulá
Hljóðvinnsla: Nicolas Liebing