Greinar

Meðlimir stjórnar og starfsfólk Viðskiptaráðs skrifa reglulega greinar sem birtast í dagblöðum eða tímaritum. Þær greinar eru birtar hér á vefnum samhliða.

20.01.2011 | Greinar

Ábyrgð Viðskiptaráðs

Í rúm 93 ár hefur Viðskiptaráð Íslands tekið virkan þátt í umræðu um íslenskt atvinnulíf og þá umgjörð sem því er búin. Skýr grunngildi, sem meitluð eru í lög ráðsins, hafa vísað veginn. Þau fela í sér framtíðarsýn um öflugt atvinnulíf byggt á framtaki einstaklinga, lágmörkun ríkisrekstrar, kröftugum markaðsbúskap og alþjóðlegri samkeppnishæfni. Þessi gildi leggja grunn að verðmætasköpun atvinnulífsins og góðum lífskjörum á Íslandi.