Hingað og ekki lengra

Þegar ljóst var í hvað stefndi og tölur úr Brex­it-­kosn­ing­unum bár­ust að kvöldi kjör­dags fóru áhuga­verðir hlutir að ger­ast á Google. Leitir á borð við „hvað er Brex­it?“ „hvað er ESB?“ og „hvað felur það í sér að ganga úr ESB“ tóku að dúkka upp í auknum mæli. Breska þjóð­in, sem sam­þykkti með naumum meiri­hluta að segja skilið við sam­band­ið, virð­ist ekki hafa vitað almenni­lega um hvað kosn­ing­arnar snér­ust. Umræðan í aðdrag­anda kosn­ing­anna var heldur ekk­ert sér­stak­lega stað­reynda­drif­in.

Góður mál­staður þarfn­ast ekki ósann­inda, hálf­sann­leika, eða ill­andi fram­setn­ing­ar. Góður mál­staður þarfn­ast þess hins vegar að hann sé settur fram heið­ar­lega og á skilj­an­legan hátt, því góður mál­staður er oft flók­inn. Athygl­is­vert er að hugsa um þriðja orku­pakk­ann með þetta í huga. Þeir sem harð­ast ganga fram í and­stöðu við inn­leið­ing­una segja ýmist ósatt, hálf­satt, eða setja fram órök­studdar full­yrð­ingar með vill­andi hætti. Hverjar sem ástæður þessa mál­flutn­ings kunna að vera situr eftir að í síbylju bull­yrð­inga, sem skýrar stað­reyndir ná ekki að kveða á brott, er ekki nema von að manni fall­ist hend­ur.

Dæmi um þennan mál­flutn­ing er bull­yrð­ingin að Norð­menn hafi athuga­semda­laust hafnað póst- og þjón­ustutil­skip­un­inni svoköll­uðu og að með sömu rökum getum við hafnað þriðja orku­pakk­an­um. Þetta er ein­fald­lega rangt. Hið rétta er að til­skip­unin hefur ekki enn orðið hluti af EES-­samn­ingnum. Hún hefði getað orðið það en sam­eig­in­lega EES-­nefndin og ESB áttu í löngum við­ræðum um hvort til­skip­unin færi inn í samn­ing­inn því Norð­menn höfðu efa­semd­ir. Á end­anum leyst­ist úr deil­unni þegar stjórn­ar­skipti urðu í Nor­egi. Ný stjórn hafði engar efa­semd­ir. Til­skip­un­in, sem varð ekki hluti af EES-­samn­ingn­um, var leidd í norsk lög. Sams­konar frum­varp liggur nú fyrir Alþingi. Á þessu og orku­pakk­anum er hins vegar grund­vall­ar­mun­ur. Orku­pakk­inn er kom­inn í gegnum sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ina auk þess sem Norð­menn og Lichten­stein hafa aflétt fyr­ir­vör­um. Að vísa til póst- og þjón­ustutil­skip­un­ar­innar sem for­dæmi eru ósann­indi. Þetta er stað­reynd. Góður mál­staður þarfn­ast ekki ósann­inda, bara útskýr­inga.

Lög­legt en for­dæma­laust

Pakka­sinn­ar, ég þeirra á með­al, eiga erfitt með að átta sig á grund­velli full­yrð­inga and­stæð­inga pakk­ans. And­stæð­ing­arnir virð­ast bara segja eitt­hvað og vona að eng­inn sann­reyni full­yrð­ing­arnar og við höfum varla undan að sann­reyna þær. Þegar bull­yrð­ing­arnar eru athug­aðar kemur í ljós að lítið sem ekk­ert stenst. Sam­sær­is­kenn­ingar um sæstreng út frá orða­lagi aðfar­ar­orða til­skip­un­ar­inn­ar, hækk­andi raf­orku­verð, „Lands­regl­ar­inn,“ lófa­lestur í orku­pakka 4, 5 og 6 og grýlur um erlend yfir­ráð yfir auð­lindum eru dæmi um þetta. Það stendur ekki steinn yfir steini.

Að sama skapi get ég ekki full­yrt um hvað ger­ist ef Ísland hafnar því að inn­leiða þriðja orku­pakk­ann. Við eigum laga­legan rétt á því. Það er óum­deilt. Ég hef líka laga­legan rétt á því að koma pöddu­fullur heim til kærust­unnar minnar um tvöleytið á hverri nóttu. Ég get hins vegar gert mér í hug­ar­lund að það hefði veru­lega alvar­legar sam­band­spóli­tískar afleið­ing­ar. Sömu sögu er að segja af EES-­samn­ingn­um. Inn­leið­ingu hefur ekki verið hafnað í 25 ára sögu hans. Ég tel lík­legra en ekki að höfnun hefði í för með sér veru­lega alvar­legar póli­tískar afleið­ing­ar. Þessi afstaða byggir á skrifum fræði­manna um við­fangs­efn­ið, til dæmis hér, hér, hér og hér. En ég get ekki full­yrt blákalt um það án þess að ljúga. Alveg eins og þau sem segja að höfnun á inn­leið­ingu hafi engar afleið­ing­ar. Þau ljúga, því þau vita það ekki. Umræðan um þriðja orku­pakk­ann, sem er vissu­lega þörf, er í annan þráð­inn skálka­skjól fyrir umræð­una um hvort við viljum áfram vera í EES. Þess vegna ættum við að leggja umræð­unni um til­tekna inn­leið­ingu og ræða þær all­ar. Viljum við áfram til­heyra EES og tryggja mik­il­væg­asta frí­versl­un­ar­samn­ing þjóð­ar­inn­ar? Já takk.

Frjáls­lynt fólk allra landa sam­ein­ist

En vand­inn er stærri. Vand­inn er nátengdur því hvernig frjáls­lynt fólk, sem almennt styður veru Íslands í EES, nálg­ast heim­inn. Frjáls­lynt fólk vill ekki ganga fram fyrir skjöldu í bar­átt­unni við pópúlista. Skilj­an­lega. Það er erfitt og leið­in­legt. Frjáls­lynd gildi hafa verið ríkj­andi á full­orð­ins­árum Íslend­inga undir fimm­tugu. Frjáls­lynt fólk er því miklu van­ara því að takast á við annað frjáls­lynt fólk um hvernig eigi að útfæra þennan frjáls­lynda heim sem við byggjum en leggur ekki í pópúlistana.

Staðan minnir óþægi­lega á sam­taka­mátt and­spyrnu­hreyf­ing­anna í Life of Bri­an, þar sem það eina sem þær höt­uðu meira en Róm­verj­ana var hverja aðra. Frjáls­lynt fólk er tvístrað en þarf að standa saman gegn upp­gangi pópúl­isma. Við þurfum ekki að leita aftur til fæð­ing­ar­tíma frels­ar­ans til að finna dæmi um afleið­ingar þessa sam­stöðu­leys­is. Breskir popúlistar kyntu bálið með lygum um að úrsögn úr Evr­ópu­sam­band­inu myndi skila 55 millj­örðum króna á viku þráð­beint í breska heil­brigð­is­kerfið. Þetta reynd­ist erfitt að kveða nið­ur, enda algjör­lega úr lausu lofti grip­ið. Fæstir eru vanir því að þurfa að svara lyg­um. En þær virk­uðu. Nið­ur­stað­an? Glund­roð­inn sem í dag­legu tali kall­ast Brex­it.

Demókratar í Banda­ríkj­unum gerðu svo hvað þeir gátu til að hundsa stuðn­ings­menn Trump og létu nægja að upp­nefna þá. Í fjöl­miðlum voru fyr­ir­sagnir mis­mun­andi útgáfur af: „Nei, þetta eða hitt sem Trump heldur fram er ekki satt,“ en allt kom fyrir ekki. „Fals­frétt­ir!“ hróp­aði raun­veru­leika­þátta­stjarn­an, sem nú situr í sæt­inu sem áður til­heyrði leið­toga hins frjálsa heims.

Þess vegna þarf frjáls­lynt fólk að segja hingað og ekki lengra. Það þarf að mæta ósann­indum af festu og sam­stöðu á manna­máli því mál­stað­ur­inn er góð­ur. Við viljum ekki vakna upp við vondan draum einn morg­un­inn í náinni fram­tíð og gúggla: „Hvað er EES?

Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs

Greinin birtist upphaflega á vef Kjarnans þann 29. apríl 2019.

Tengt efni

Engan ærsladraug í Karphúsið

Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs, fer yfir stöðu mála í kjaraviðræðum aðila ...
29. jan 2024

Hvert stefnir verðbólgan?

Huga ætti að vaxtahækkunarferlinu í litlum skrefum til að kæla frekar en að kæfa ...
31. mar 2022

Opinber þynnka

Er opinber þynnka eitthvað skárri en einkarekin?
24. mar 2022