Greinar

Meðlimir stjórnar og starfsfólk Viðskiptaráðs skrifa reglulega greinar sem birtast í dagblöðum eða tímaritum. Þær greinar eru birtar hér á vefnum samhliða.

14.03.2018 | Greinar

Nýsköpunarlífeyrir

Hér eru tvær áskoranir: Annars vegar mikilvægi þess að auka nýsköpun hvarvetna og hins vegar takast á við breytta aldurssamsetningu. Getum við leyst þær samtímis?

23.03.2012 | Greinar

Af hverju þarf hagvöxt?

Markmið allra þjóða er að stefna að sem bestum lífskjörum íbúanna. Þó stundum hafi reynst erfitt að ná fullkominni sátt um hver sé heppilegasti mælikvarðinn á lífskjör þjóða er engu að síður betra að reyna að nálgast skilgreiningu á lífskjaraviðmiðum en láta það ógert með öllu.

18.01.2010 | Greinar

Góð ráð dýr

Þegar horft er til þess tíma sem liðinn er frá hruni bankanna má sjá bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar á þeirri þróun sem hefur átt sér stað. Hvað hið fyrra varðar, má segja að staðan nú sé skárri en hún hefði auðveldlega getað orðið. Samdráttur efnahagskerfisins hefur verið minni en spáð var, hluti bankakerfisins er þegar kominn úr beinni ríkiseign og gróska er í nýsköpunarstarfi. 

29.05.2009 | Greinar

Lítum til allra átta

Samkvæmt nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar mun hún vinna að því markmiði að byggja upp opið og skapandi umhverfi sem stenst samanburð við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar í Evrópu, bæði að því er varðar efnahag og lífsgæði. Í þeim efnum er sérstaklega horft til frændþjóða okkar á Norðurlöndum og kveðið á um að endanlegt markmið sé að skapa norrænt velferðarsamfélag á Íslandi.