Hollráð um heilbrigða samkeppni



Starfshópur um leiðbeiningar í samkeppnisrétti hefur unnið ötullega að því að gera leiðbeiningar til fyrirtækja um samkeppnisrétt. Líta nú leiðbeiningarnar dagsins ljós undir heitinu Hollráð um heilbrigða samkeppni - Leiðbeiningar til fyrirtækja.

Markmiðið með útgáfu leiðbeininga í samkeppnisrétti er að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni. Markmið samkeppnislaga er að tryggja virka samkeppni í viðskiptum og efla þannig nýsköpun, frumkvæði, framleiðslu og þjónustu á sem lægstu verði. Útgefendur leiðbeininga í samkeppnisrétti eru Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands.

Leiðbeiningarnar eru öllum aðgengilegar hér

Uppfært 9. desember 2021.
ATH:
Nú hefur komið út uppfærð útgáfa (útgáfa 2), sjá nánar hér.

Tengt efni

Hollráð um heilbrigða samkeppni, 2. útgáfa

Uppfærð útgáfa af Hollráðum um heilbrigða samkeppni hefur nú litið dagsins ljós.
9. des 2021

Almennar aðgerðir varði leiðina áfram

Með ströngum skilyrðum hlutabótarleiðar er beinlínis gengið gegn þeirri áherslu ...
27. maí 2020

Hollráð um heilbrigða samkeppni gefin út

Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands buðu til ...
24. apr 2018