Uppfært yfirlit skattkerfisbreytinga

Viðskiptaráð Íslands hefur reglulega tekið saman yfirlit yfir helstu breytingar á skattkerfinu síðustu árin. Ráðið hefur nú uppfært yfirlitið með þeim breytingum sem samþykktar voru í fjárlögum fyrir árið 2013. Meðal nýrra skattbreytinga má nefna 24% hækkun auðlegðarskatts og tvöföldun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu. Yfirlitið er aðgengilegt hér.

Síðustu misseri og ár hefur Viðskiptaráð ítrekað vakið athygli á áhrifum þessara ríflega 100 skattbreytinga á hvata einstaklinga og fyrirtækja til fjárfestingar, sparnaðar og þátttöku í atvinnulífi, en þar hefur margt mátt betur fara. Meðfylgjandi yfirlit er innlegg í umræðu um skilvirkni skattkerfisins og áhrif þess á framangreinda þætti.

Tengt efni

Endurskoða þarf íþyngjandi ákvæði persónuverndarlaga

Umsögn Viðskiptaráðs, SA, SI, SFS, SVÞ, SAF, Samorku og SFF um frumvarp til laga ...
25. okt 2022

Hvert er mikilvægi vísisjóða í þjóðhagslegu samhengi?

Vísisjóðir leikið lykilhlutverk í að skapa nýjar útflutningsgreinar, sérstaklega ...
17. des 2021

Engar tekjur og endalaus útgjöld? Greining á loforðum flokkanna

SA og VÍ áætla að afkoma ríkissjóðs gæti versnað um allt að 250 milljarða. ...
22. sep 2021