Ávinningur beinnar erlendrar fjárfestingar

2013.10.18_BEF forsidaMikilvægi alþjóðamarkaða fyrir íslenskt efnahagslíf hefur farið stigvaxandi á undanförnum áratugum, hvort sem horft er til viðskipta með vörur, þjónustu eða fjármagn. Eins og dæmin bera með sér fylgja alþjóðavæðingu mikil tækifæri, sér í lagi fyrir lítil hagkerfi líkt og það íslenska.

Viðhorf gagnvart þátttöku erlendra aðila í innlendu viðskiptalífi hefur engu að síður gjarnan mótast af hentistefnu og á köflum jafnvel ranghugmyndum. Aðdragandi og afleiðingar bankahrunsins hafa alið frekar á tortryggni gagnvart erlendum aðilum, enda eru útlendingar oft þægilegir blórabögglar fyrir heimatilbúin vandamál.

Síðustu misserin hefur reglulega verið haft á orði að ábati af erlendri fjárfestingu sé takmarkaður, enda markmið fjárfesta að ná fram sem hæstri ávöxtun á fjármuni sína sem hverfi síðan úr landi. Með slíkum fullyrðingum eru heildaráhrif beinna erlendra fjárfestinga stórlega vanmetin, enda hvorki horft til þess virðisauka sem verður af fjárfestingunni innanlands né annarra afleiddra jákvæðra áhrifa.

Með þetta í huga hefur Viðskiptaráð tekið saman samantekt um beina erlenda fjárfestingu. Við vonum að kynningin gefi gott yfirlit um þá jákvæðu þætti sem fylgja erlendri fjárfestingu og gagnist sem innlegg í málefnalega umræðu um þetta mikilvæga viðfangsefni.

Samantektin var send með tölvupósti til allra alþingismanna í morgun.

Stjórnmálamenn hafa mikið að segja um afstöðu samfélagsins gagnvart alþjóðlegum viðskiptum og geta með aðgerðum sínum stuðlað að aukinni þátttöku erlendra aðila í innlendu viðskiptalífi. Ennfremur spila áætlanir og aðgerðir stjórnvalda lykilhlutverk í enduruppbyggingu trausts gagnvart Íslandi á alþjóðamörkuðum. Það er því afar mikilvægt að stjórnmálaumræða sé málefnaleg og byggi á staðreyndum í þessu samhengi.

Samantektina má nálgast hér.

Tengt efni

Viðskiptaráð styður hækkun hámarksaldurs heilbrigðisstarfsfólks

Umsögn um frumvarp til laga um um breytingu á lögum um heilbrigðisstarfsmenn, ...
8. maí 2023

Virkjum fallega

Skiptar skoðanir eru um raforkuframleiðslu á Íslandi. Dæmin sanna að ...
24. ágú 2022

Hæpnar forsendur og ósjálfbær útgjaldavöxtur

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023
12. okt 2022