Glærukynning um stöðu og þróun efnahagsmála á Íslandi

Viðskiptaráð hefur gefið út glærukynningu á efni skýrslunnar „The Icelandic Economy: Current State, Recent Developments and Future Outlook“. Þar má finna myndir úr skýrslunni á aðgengilegu formi fyrir kynningar á íslensku efnahagslífi.

Kynninguna má nálgast á þessari slóð

Skýrsluna í heild má nálgast á þessari slóð

Viðskiptaráð hefur staðið fyrir útgáfu skýrslu á ensku um stöðu og þróun efnahags- og stjórnmála hérlendis frá haustinu 2008. Nýjasta útgáfa „The Icelandic Economy“ var gefin út í júlí síðastliðnum.

Miklar breytingar hafa átt sér stað á þeim tíma, en vegna skorts á upplýsingagjöf til erlendra aðila hefur skort heildaryfirsýn yfir þessar breytingar og stöðu mála. Skýrslan hefur síðustu ár verið notuð af bæði innlendum og erlendum aðilum til að kynna sér aðstæður í íslensku efnahagslífi. 

Tengt efni

Íslenskt efnahagslíf: Staða, þróun og horfur

Ný skýrsla um íslenskt efnahagslíf hefur nú verið gefin út. Þar er fjallað um ...
18. júl 2014

Kynningarfundur um stuðning við nýsköpun

Tíu frumkvöðlar og fulltrúar fyrirtækja í nýsköpun miðla af reynslu sinni og ...
26. maí 2010

Staða efnahagsmála á Íslandi - uppfærð skýrsla

Frá falli bankanna í október 2008 hefur íslenskt efnahagslíf gengið í gegnum ...
11. ágú 2011