Næstu skref í samvinnuleið

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, hélt erindi á ráðstefnu um samvinnuleið við innviðafjármögnun í Arion banka 3. október sl. Kom Ásta m.a. inn á fjárfestingaþörfina í innviðum landsins, samanburð við önnur lönd og ríka þörf á alhliða löggjöf þegar kemur að samvinnuleið einkaaðila og hins opinbera.

Hér má sjá kynningu Ástu á pdf

Ráðstefnan var haldin á vegum bankans, breska sendiráðsins á Íslandi og Bresk-íslenska viðskiptaráðsins. Þar upplýsti Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri hjá samgönguráðuneytinu, að samgönguráðherra stefni að því að leggja fram frumvarp um samvinnuleið (PPP) við fjármögnun samgönguframkvæmda í nóvember. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra sagði í kjölfarið að frumvarp samgönguráðherra gæti orðið góður grundvöllur að heildstæðri lagasetningu um samvinnuleið.

Tengt efni

Betra er brjóstvit en bókvit

Eru bækur dýrar?
28. okt 2022

Ekki svigrúm til aukinna útgjalda

Umsögn Viðskiptaráðs um fjármálaáætlun
16. maí 2022

Er stórtækur atvinnurekstur hins opinbera náttúrulögmál?

Að viðskiptabönkunum undanskildum hefur stöðugildum hins opinbera í ...
26. nóv 2021