02.10.2015 | Kynningar

Opinber rekstur á Keflavíkurflugvelli

Kynning Hreggviðs Jónssonar, formanns Viðskiptaráðs, frá opnum fundi Sjálfstæðisfélagsins í Reykjanesbæ er nú aðgengileg á vefnum. Í erindi sínu fjallaði Hreggviður um opinberan rekstur á Keflavíkurflugvelli. 

Kynninguna má nálgast hér

Í erindi Hreggviðs kom eftirfarandi m.a. fram:

  • Aðkoma einkaaðila að uppbyggingu í Keflavík getur skilað hinu opinbera margþættum ávinningi í formi sparnaðar, fyrirsjáanleika og hraðari uppbyggingar.
  • Helsta tímaskekkjan í rekstri ISAVIA ohf. eru umsvif félagsins á smásölumarkaði í gegnum Fríhöfnina.
  • Þar sem Fríhöfnin þarf ekki að standa skil á VSK eða tollum er samkeppnisstaðan skökk gagnvart öðrum.
  • Opna ætti fyrir einkafjármögnun framkvæmda á Keflavíkurflugvelli og leggja niður Fríhöfnina ehf.
Viðfangsefni: Framleiðni, Opinber þjónusta, Regluverk og eftirlit