Velferðartap án vaxtar

Þegar fjallað er um endurreisn hagkerfisins er gjarnan horft til þess hvernig efla megi hagvöxt. Að undanförnu hefur meira farið fyrir orðum en gjörðum í þeim efnum, en til að ýta undir aðgerðir er hér gerð tilraun til að sýna með tölulegum dæmum fram á mikilvægi þess að hagkerfið vaxi úr kreppunni. Áður en lengra er haldið er þó rétt að fjalla um ástæðu þess að gjarnan er vísað til hagvaxtar sem lausnar á flestum þeim efnahagsleguvandamálum sem steðja að landinu.

Endurreisn hagkerfisins þarf að vera forgangsverkefni íslenskra stjórnvalda í dag. Skjótur bati er forsenda þess að kostnaður vegna kreppunnar verði lágmarkaður og að það sem tapaðist verði endurheimt eins og kostur er. Frá bankahruni hefur landsframleiðsla á Íslandi dregist saman um tæplega 11% sem jafngildir því að verðmætasköpun hagkerfisins hafi dregist saman um 165 m.a. kr. á einungis tveimur árum. Lífskjör Íslendinga ráðast af þeim verðmætum sem hagkerfið skapar og hagvöxtur er því undirstaða stöðugt bættra lífskjara. Íslendingar eru vanir því að kaupmáttur aukist um 1% til 3% árlega og til þess að viðhalda slíkri árlegri kaupmáttaraukningu þarf kröftugt atvinnulíf sem skapar verðmæti. Ef horft er til þróunar kaupmáttar undanfarna tvo áratugi, má sjá að kaupmáttaraukning helst í hendur við hagvöxt á mann líkt og meðfylgjandi mynd ber með sér. Frá árinu 1990 hefur verðmætasköpun hvers Íslendings vaxið um 32% en á sama tíma hefur kaupmáttur aukist um 31%. Því má segja að markmið um aukinn hagvöxt feli í sér markmið um bætt lífskjör.

Hvað mun kreppan kosta okkur?
Ef hagvöxtur verður veikur á komandi árum, líkt og spár segja til um, má reikna út að uppsafnað velferðartap vegna tapaðs hagvaxtar getur numið allt að 3.400 milljörðum til 2020. Í þessu samhengi er rétt að benda á að landsframleiðsla Íslands var rétt rúmlega 1.500 milljarðar árið 2009. Fjárhæðirnar sem hér um ræðir eru gríðarlega háar þar sem áhrif veikari vaxtar koma betur í ljós eftir því sem fram í sækir.

Í þessari skoðun Viðskiptaráðs er einnig fjallað um:

  • Hagvaxtaráherslur í Evrópu
  • Lífskjaraþróun næstu ára m.v. þrenns konar hagvaxtarstig
  • Fyrri efnahagskreppur á Íslandi
  • Nýlega greiningu Danske bank
  • Veikan bata hagkerfisins í alþjóðlegum samanburði og
  • Hvað er til ráða

Skoðunina í heild sinni má nálgast hér.

Tengt efni

Ekki svigrúm til aukinna útgjalda

Umsögn Viðskiptaráðs um fjármálaáætlun
16. maí 2022

Skilvirkni og hagkvæmni til lausnar á vanda heilbrigðiskerfisins

Það er mat Viðskiptaráðs að leggja skuli áherslu á að auka hagkvæmni og ...
3. sep 2021

90% af hagkerfinu í lagi? Frekar 10%

Færri störf, minni fjárfesting og minni verðmæti í langflestum atvinnugreinum
9. apr 2021