Kosta höftin okkur 80 ma. kr. í gjaldeyristekjur á ári?

Fjármagnshöftin og áhrif þeirra á fyrirtæki innan alþjóðageirans voru mikið rædd á nýafstöðnu Viðskiptaþingi. Fimm árum frá setningu eru höftin enn til staðar og engin opinber áætlun um afnám þeirra liggur fyrir.

Viðskiptaráð hefur nú lagt mat á áhrif haftanna á nýliðun og vöxt fyrirtækja innan alþjóðageirans. Þetta mat gefur til kynna að fjármagnshöftin hafi dregið úr útflutningi innan alþjóðageirans um allt að 80 ma. kr. árið 2013. Sú upphæð jafngildir um einni milljón króna í gjaldeyri á hverja fjölskyldu landsins.

Trúverðug áætlun til afnáms hafta þjónar lykilhlutverki ef koma á í veg fyrir að þessi skaði aukist enn frekar. Slík áætlun þarf að vera heildstæð og styðja við vaxtargrundvöll fyrirtækja í alþjóðlegri starfsemi. Í því felst að ekki sé eingöngu tekið á afmörkuðum hlutum vandans, líkt og bönkum í slitameðferð, heldur horft til þess hvernig megi afnema höft á alla aðila á sem skemmstum tíma.

Skoðunina má nálgast hér

Alþjóðageirinn óx hraðar þegar flæði fjármagns var frjálst
Í skoðuninni kemur m.a. fram að alþjóðageirinn óx hratt á meðan flæði fjármagns var frjálst, en gerði það ekki innan hafta. Sé miðað við sögulegar tölur má áætla að fjármagnshöftin hafi dregið úr útflutningi alþjóðageirans um 78 ma. kr. árið 2013.

Þetta má sjá á eftirfarandi myndum:

2014.03.10_Mynd 3

2014.03.10_Mynd 4

Skoðunina má nálgast hér

Tengt efni:

Tengt efni

Ný útgáfa um íslenskt efnahagslíf

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic ...
21. ágú 2023

Icelandic Economy 4F 2022

Viðskiptaráð hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic Economy. ...
13. okt 2022

Icelandic Economy 1F 2023

Viðskiptaráð hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic Economy. ...
18. jan 2023