Hver ættu kosningaloforðin að vera

Nú þegar líður að kosningum spretta loforð stjórnmálaflokka landsins upp eins og krókusar að vori. Mörg af þeim eru góð, önnur verri og ýmis slæm. Aðstæður eru um margt óvenjulegar í hagkerfinu um þessar mundir og því eðlilegt að taka tillit til þeirra þegar loforðin eru lögð fram. Í því samhengi er vert að benda á skoðun Viðskiptaráðs frá því í haust þar sem bent var á mikilvægi þess að halda kosningaþenslu í lágmarki.

Með loforðum sínum og orðræðu fyrir kosningar gefa stjórnmálaflokkar til kynna áherslur sínar og stefnu. Viðskiptaráð hefur ávallt leitast við að vera stefnumótandi afl með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni íslensks hagkerfis og rekstrarumhverfi fyrirtækja. Það er því ekki úr vegi að benda á æskileg kosningaloforð, hafi stjórnmálaflokkar landsins hug á að fylgja sömu markmiðum.

Einfaldara og skilvirkara skattkerfi og afnám allra tolla og viðskiptahindrana myndi skipa íslensku viðskiptaumhverfi í fremstu röð í alþjóðlegu samhengi. Hægt er að lyfta grettistaki í hagkvæmni og skilvirkni í ríkisrekstri með fækkun ráðuneyta og stofnanna, auk endurskilgreiningar á starfsmannastefnu ríkisins. Ríkið ætti ennfremur að draga sig út úr allri beinni atvinnustarfsemi, þar með töldum orkugeiranum. Viðskiptaráð telur mikla möguleika felast í aukinni einkaframkvæmd og bendir þar sérstaklega á nýjar leiðir í mennta- og samgöngumálum. Það er mat ráðsins að ofangreindar tillögur geti gagnast öllum stjórnmálaflokkum, enda er tilgangur þeirra fyrst og fremst að bæta ríkisrekstur, rekstrarskilyrði og samkeppnishæfni landsins.

Skoðunina í heild sinni má nálgast hér

Tengt efni

Stjórn Landspítala verði raunverulegur æðsti ákvörðunaraðili

Umsögn Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um breytingu á lögum um ...
7. apr 2022

Allt í botn og engar bremsur hjá sveitarfélögunum?

Um árabil hefur rekstur sveitarfélaga á Íslandi verið ósjálfbær og í aðdraganda ...
6. maí 2022

Engar tekjur og endalaus útgjöld? Greining á loforðum flokkanna

SA og VÍ áætla að afkoma ríkissjóðs gæti versnað um allt að 250 milljarða. ...
22. sep 2021