Skoðanir

Viðskiptaráð gefur reglulega út skoðanir sem fjalla um einstök málefni. Skoðanir má skilgreina sem styttri skýrslur sem fjalla um tiltekin viðfangsefni á hnitmiðaðari hátt.

16.04.2012 | Skoðanir

Öflugt atvinnulíf - Bætt lífskjör

Umræða um hagvöxt hefur verið áberandi síðustu misseri. Þó að flestir virðast sammála um mikilvægi aukinna efnahagsumsvifa þá eru skiptar skoðanir á álitlegum leiðum til þess. Að auki hefur verið bent á að hagvaxtarmælingar taka ekki tillit til margra þátta sem telja má til lífsgæða og sum starfsemi ratar ekki þar inn þó hún myndi raunverulegan virðisauka.

06.10.2011 | Skoðanir

Kapp án forsjár - Rýnt í störf Alþingis

Alþingi Íslands er ein af grunnstoðum íslensks samfélags og störf þess hafa haft og munu áfram hafa afgerandi áhrif á hraða endurreisnar hagkerfisins; hagvöxt, kaupmátt og bætt lífskjör. Ábyrgð þingsins er því mikil og ríður á að skipulega sé gengið til verka, málflutningur og ákvarðanir faglegar og með hagsmuni heildar að leiðarljósi.

18.08.2011 | Skoðanir

Sagan endalausa: Ekki frekari skattahækkanir

Þessa dagana er smiðshögg rekið á fjárlagafrumvarp næsta árs og fjórða árið í röð er stefnt að frekari skattahækkunum. Ástæðan nú er að upphafleg markmið um frumjöfnuð í ríkisfjármálum munu ekki nást, þvert á fyrri fullyrðingar forsvarsmanna stjórnvalda. Þessar fregnir eru vonbrigði, sérstaklega þar sem viðsnúningur í rekstri ríkissjóðs er eitt mikilvægasta markmiðið í endurreisn hagkerfisins.

08.06.2011 | Skoðanir

Sköpum umgjörð til athafna

Það hefur ávallt verið trú þeirra sem að Viðskiptaráði standa að kraftmikið atvinnulíf sé skilvirkasta leiðin til að bæta lífskjör og standa undir öflugu velferðarkerfi. Í ljósi stöðu og horfa fyrir íslenskt þjóðarbú er nú sérstaklega mikilvægt að sjónarmið af þessu tagi fái ríkari stað í umfjöllun um efnahagsmál.

27.04.2011 | Skoðanir

Velferðartap án vaxtar

Þegar fjallað er um endurreisn hagkerfisins er gjarnan horft til þess hvernig efla megi hagvöxt. Að undanförnu hefur meira farið fyrir orðum en gjörðum í þeim efnum, en til að ýta undir aðgerðir er hér gerð tilraun til að sýna með tölulegum dæmum fram á mikilvægi þess að hagkerfið vaxi úr kreppunni. Áður en lengra er haldið er þó rétt að fjalla um ástæðu þess að gjarnan er vísað til hagvaxtar sem lausnar á flestum þeim efnahagsleguvandamálum sem steðja að landinu.

26.11.2010 | Skoðanir

Fjárlagafrumvarpið 2011 - Niðurskurður að nafninu til

Fjárlög næsta árs litu dagsins ljós við upphaf þings í byrjun október. Frumvarpið endurspeglaði erfiða stöðu ríkissjóðs og var það boðað af hálfu ríkisstjórnarinnar. Áherslu átti nú að leggja á niðurskurð opinberra útgjalda, enda enn umtalsverður halli á ríkisrekstrinum og það þrátt fyrir tilkomu nýrra skatta og verulegra skattahækkana.

02.11.2010 | Skoðanir

Hagkvæmni ofar hagsmunum flokka - Samstaða um tæknilegar skattabreytingar

Þau verkefni sem núverandi ríkisstjórn stendur frammi fyrir eru ekki öfundsverð. Mikill niðurskurður blasir við og ljóst er að teknar hafa verið margar erfiðar og óvinsælar ákvarðanir til að tryggja sjálfbærni ríkissjóðs. Ákvarðanir um leiðir til að brúa fjárlagagatið, niðurskurður eða tekjuöflun með skattahækkunum, koma ætíð til með að vera umdeildar og grundvöllur skoðanaskipta.

26.10.2010 | Skoðanir

Alþingi Íslendinga - Árangur af störfum þess metinn

Alþingi var sett á ný í upphafi mánaðarins en með því lauk lengsta löggjafarþingi Íslandssögunnar. Líkt og von er þá mörkuðust störf þingsins með einum eða öðrum hætti af hruni hagkerfisins og afleiðingum þess. Mátti það sjá bæði á fjölda og tegundum mála.

30.07.2010 | Skoðanir

Er Ísland opið fyrir fjárfestingu?

Fjárfesting er ein af grunnstoðum hagvaxtar og forsenda þess að endurreisn hagkerfisins geti orðið að veruleika fyrr en síðar. Pólitísk afskipti af einstaka fjárfestingum eru því ekki til þess fallin að stuðla að sameiginlegu markmiði okkar allra, að efla hagvöxt og með því lífskjör hérlendis á komandi árum.

14.06.2010 | Skoðanir

Ríkisfjármál - Samstaða um bætt vinnubrögð

Fram til þessa hefur stefna ríkisstjórnarinnar í aðlögun ríkisfjármála miðað að því að fara blandaða leið niðurskurðar og tekjuöflunar. Sitt sýnist hverjum um eiginlega framkvæmd stefnunnar og þá einkum hvoru megin áherslan skuli frekar liggja. Viðskiptaráð hefur fyrir sitt leyti gagnrýnt að aðlögunin hafi farið um of fram með tekjuöflun og bent á aðrar leiðir að sama marki.