08.11.2016 | Skoðanir

Hvernig stóð ríkisstjórnin sig í efnahagsmálum?

Viðskiptaráð hefur gert úttekt á efnahagslegum áhrifum allra lagabreytinga fráfarandi ríkisstjórnar. Markmiðið er að varpa fram heildstæðri mynd af áhrifum stjórnvalda á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja á kjörtímabilinu 2013–2016.

Skoða úttekt

Heilt yfir höfðu lagabreytingar ríkisstjórnarinnar jákvæð áhrif á efnahagslífið. Jákvæðustu áhrifin stafa af breytingum á fjármagnshöftum, sköttum og gjöldum og opinberri stjórnsýslu. Aftur á móti voru neikvæð áhrif þegar kemur að velferðarmálum, landbúnaðarmálum, regluverki og húsnæðismálum.

Viðfangsefni: Gjaldeyrishöft, Menntamál, Fjárfestingar, Framleiðni, Nýsköpun, Opinber þjónusta, Peningamál, Regluverk og eftirlit, Samkeppnishæfni, Skattar, Tollar og vörugjöld, Vinnumarkaður