Rof í landbúnaði - stígum skrefið til fulls

Augljóst er að staða íslenskra sauðfjárbænda er bág og að þörf er á stórfelldum breytingum á kerfi sem hefur að miklu leyti staðið í stað í áratugi. Sú staða sem upp er komin ásamt nýlegu útspili ráðherra minnir óneitanlega á þær aðstæður sem Nýsjálendingar og Ástralir stóðu frammi fyrir á 9. áratugnum. Viðskiptaráð vill benda á mikilvægan lærdóm sem draga má af ákvörðun stjórnvalda þar í löndum um að gjörbylta styrkveitingakerfinu og efla nýsköpun og tækniþróun í greininni.

Lesa skoðun

Í skoðuninni kemur eftirfarandi fram:

  • Kunnugleg saga. Á tímabili stóð hið opinbera undir um 90% af tekjum sauðfjárbænda á Nýja-Sjálandi. Í kjölfarið stækkaði sauðfjárstofninn hratt og henda þurfti miklu magni af frosnu kindakjöti þegar ekki tókst að selja vöruna.
  • Stuðlað að aukinni samkeppni: Ríkisstjórn Nýja-Sjálands réðst í að stuðla að aukinni samkeppni í sem flestum atvinnugreinum, losa um hömlur á viðskipti á milli landa og auka samkeppnishæfni landsins á alþjóðavísu. Hrint var af stað róttækum breytingum og eitt yfir alla látið ganga. Landbúnaðurinn var þar engin undantekning. Á örfáum árum voru nær allir styrkir til landbúnaðar á Nýja-Sjálandi felldir niður.
  • Höggið var minna en búist var við: Talið var að um 20% bænda myndu hætta búskap vegna breyttra aðstæðna. Skammtímastyrkir voru veittir beint til bænda, óháð framleiðslu, sem töldu sig geta staðið undir framleiðslu við heimsmarkaðsverð eftir aðlögunartímann. Öðrum var boðin „útgöngugreiðsla“. Aðeins um 1% bænda tóku þó „útgöngugreiðsluna“ og um 5% bænda skildu við landið sitt fyrstu árin eftir afnám styrkjanna.
  • Greinin gjörbreytt í dag: Aðgerðirnar ýttu undir aukna hagræðingu og nýsköpun í greininni. Hafa íslenskir bændur sjálfir haft orð á því hve vel hefur tekist þarlendis að styrkja sauðfjárrækt.

Viðskiptaráð fagnar tillögum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á landbúnaðarkerfinu sem kynntar voru 4. september sl. og telur þær vera skref í rétta átt. Að mati ráðsins er hins vegar kominn tími til að íhuga hvort ekki eigi á tilteknu tímabili að stíga skrefið til fulls og afnema framleiðslutengdar greiðslur til sauðfjárbænda að fullu. Í stað þess ætti að veita styrki til aukinnar nýsköpunar og tækniþróunar, líkt og gert var á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu á 9. áratugnum.

Tengt efni

Vilt þú efla samkeppnishæfni Íslands?

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands. ...
5. des 2023

„Við þurfum raunsæja nálgun“

Ávarp Ara Fenger, formanns Viðskiptaráðs, á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem ...
23. nóv 2023

Ríkið herðir hnútinn á leigumarkaði

Frumvarp um breytingar á húsaleigulögum er enn einn rembihnúturinná leigumarkaðinn
31. ágú 2023