Samkeppni í breyttri heimsmynd

Viðskiptaráð telur að í ljósi breytts umhverfis viðskipta og verslunar, m.a. vegna tækniþróunar, aukinnar netverslunar og innkomu erlendra aðila, sé nauðsynlegt að samkeppnisyfirvöld hér á landi aðlagi nálgun sína á það hvernig markaðir eru skilgreindir.

Til þess að jafna samkeppnisstöðu fyrirtækja sem starfa hér á landi leggur Viðskiptaráð til að stjórnvöld grípi til eftirtalinna aðgerða í skoðun sinni:

  • Samkeppnisyfirvöld viðurkenni netverslun, bæði innlenda og erlenda, sem hluta af sama markaði og almenn verslun þar sem það á við. Það sama gildir um markaði þar sem mögulegt er að kaupa eða selja þjónustu yfir landamæri á netinu.

  • Samkeppnisyfirvöld horfi í auknum mæli til efnahagslegs styrks alþjóðlegra fyrirtækja sem starfa hér á landi við mat á markaðsráðandi stöðu.

  • Fríhafnarsvæði hér á landi sé skilgreint sem hluti af viðkomandi markaði og/eða að komuverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði aflögð.

Umsögnina í heild sinni má nálgast hér

Tengt efni

Vilt þú efla samkeppnishæfni Íslands?

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands. ...
5. des 2023

Jafna þarf stöðu innlendra og erlendra fjölmiðla

Skoðun Viðskiptaráðs á stuðningi við einkarekna fjölmiðla (mál nr. 543)
10. jan 2023

Velkomin til framtíðarinnar, árið 2003

Landvernd kynnti tillögur um orkuframleiðslu og -skipti til ársins 2040 án ...
27. jún 2022