Skoðanir

Viðskiptaráð gefur reglulega út skoðanir sem fjalla um einstök málefni. Skoðanir má skilgreina sem styttri skýrslur sem fjalla um tiltekin viðfangsefni á hnitmiðaðari hátt.

12.08.2014 | Skoðanir

Snúum vörn í sókn: Umhverfi erlendra sérfræðinga á Íslandi

Ísland stendur höllum fæti þegar kemur að starfsumhverfi erlendra sérfræðinga. Skattalegir hvatar, skjótvirkara afgreiðsluferli fyrir dvalar- og atvinnuleyfi, aukið framboð alþjóðlegs náms á grunnskólastigi og lágmörkun neikvæðra áhrifa gjaldeyrishafta eru atriði sem horfa þarf til þegar hugað er að bættu umhverfi erlendra sérfræðinga á Íslandi.

17.04.2009 | Skoðanir

Mikilvægustu kosningamálin

Fáeinir dagar eru til kosninga og lýkur þá störfum 80 daga stjórnarinnar, a.m.k. þar til niðurstaða kosninga liggur fyrir. Á þeim tíu vikum sem liðnar eru frá því að ný stjórn tók við völdum hefur lítið miðað í úrlausn erfiðra skammtímavandamála. Vextir eru enn í hæstu hæðum, gjaldeyrishöft hafa verið þrengd frekar, atvinnuleysi hefur haldið áfram að vaxa, fáar markvissar lausnir eru í farvatninu hvað varðar skuldavanda heimila og fyrirtækja, gjaldþrotum fjölgar hratt og bankakerfið er enn illa starfhæft.

17.02.2009 | Skoðanir

Endurreisn í samstarfi við alþjóðasamfélagið

Til að Ísland geti endurheimt stöðu sína sem öflugur þátttakandi í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi er nauðsynlegt að stjórnvöld leggi ríka áherslu á farsælt samstarf við erlenda aðila, fyrst og fremst með milligöngu og aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Sá vandi sem hefur myndast í efnahagsmálum þjóðarinnar verður aðeins leystur í samstarfi við alþjóðasamfélagið enda ljóst að aðrir kostir myndu leiða til efnahagslegrar einangrunar með tilheyrandi stöðnun og velferðartapi.