Skoðanir

Viðskiptaráð gefur reglulega út skoðanir sem fjalla um einstök málefni. Skoðanir má skilgreina sem styttri skýrslur sem fjalla um tiltekin viðfangsefni á hnitmiðaðari hátt.

23.02.2018 | Skoðanir

Fjármagnstekjuskattur er meira íþyngjandi en þú hélst

Fjármagnstekjuskattur er meira íþyngjandi en virðist í fyrstu. Helsta ástæða þess er að skatturinn leggst afar þungt á ávöxtun eftir að tekið hefur verið tillit til verðbólgu og hefur því sögulega verið hærri hér en á hinum Norðurlöndunum. Endurskoða þarf skattinn sem fyrst og hækkun hans um síðustu áramót var ótímabær.

08.11.2016 | Skoðanir

Hvernig stóð ríkisstjórnin sig í efnahagsmálum?

Viðskiptaráð hefur gert úttekt á efnahagslegum áhrifum allra lagabreytinga fráfarandi ríkisstjórnar. Markmiðið er að varpa fram heildstæðri mynd af áhrifum stjórnvalda á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja á kjörtímabilinu 2013–2016.

23.11.2015 | Skoðanir

Ferð án fyrirheits: rekstur í efnahagslegu umróti

Íslendingar búa við miklar efnahagssveiflur. Óstöðugleikinn dregur úr getu fyrirtækja til að móta langtímaáætlanir, byggja upp sérhæfingu og fjárfesta í tækjum og mannauði til að auka rekstrarhagkvæmni. Lága framleiðni á Íslandi má að stórum hluta rekja til þessara áskorana.

26.10.2015 | Skoðanir

Leyndir gallar fasteignagjalda

Fasteignaeigendur hafa sætt skattlagningu allt frá því að tíundin var lögfest á Alþingi árið 1096. Síðan þá hafa misræmi, óskilvirkni og neikvæð áhrif fasteignaskatta smám saman verið aukin og ógagnsæi ríkir um álagningu þeirra. Í dag er fyrirkomulag fasteignaskatta því óhagkvæmt.

18.09.2014 | Skoðanir

Frá orðum til athafna: innleiðing hagræðingartillagna

Í dag, fimmtudaginn 18. september, fór fram fundur um framvindu og horfur í rekstri hins opinbera og samfara honum hefur Viðskiptaráð gefið út nýja skoðun um hagræðingu í ríkisrekstri og framvindu tillagna hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Í skoðuninni kemur eftirfarandi fram:

12.08.2014 | Skoðanir

Snúum vörn í sókn: Umhverfi erlendra sérfræðinga á Íslandi

Ísland stendur höllum fæti þegar kemur að starfsumhverfi erlendra sérfræðinga. Skattalegir hvatar, skjótvirkara afgreiðsluferli fyrir dvalar- og atvinnuleyfi, aukið framboð alþjóðlegs náms á grunnskólastigi og lágmörkun neikvæðra áhrifa gjaldeyrishafta eru atriði sem horfa þarf til þegar hugað er að bættu umhverfi erlendra sérfræðinga á Íslandi.

18.11.2013 | Skoðanir

Stórir fiskar í lítilli tjörn - lífeyrissjóðirnir, gjaldeyrishöftin og góðir stjórnarhættir

Sú staðreynd að gjaldeyrishöftin hafa takmörkuð áþreifanleg áhrif á daglegt líf landsmanna dregur talsvert úr almennri vitund á þeim viðamiklu neikvæðu áhrifum sem þau hafa á gangverk hagkerfisins. Meðal veigamestu áskorana í þessu samhengi eru áhrif haftanna á starfsumhverfi og verkefni lífeyrissjóðanna.

01.10.2013 | Skoðanir

Ný nálgun forsenda sjálfbærrar hagræðingar

Það er mikilvægt fyrir efnahagslega framvindu komandi ára að jafnvægi náist fljótt í fjármálum hins opinbera. Tryggja þarf sjálfbært hlutfall á milli umfangs hins opinbera og verðmætasköpunar einkageirans til þess að hægt sé að standa undir öflugu velferðarkerfi til lengri tíma. Jafnframt er ljóst að viðvarandi hallarekstur leiðir í besta falli til þess að reikningurinn sé sendur til komandi kynslóða og í versta falli til greiðslufalls ríkissjóðs.

08.11.2012 | Skoðanir

Gjaldmiðilsmál: Maastricht viðheldur valfrelsi

Stjórn Viðskiptaráðs Íslands telur brýnt að aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið verði til lykta leiddar og að kapp verði lagt á að ná sem allra bestum samningi, sem síðan yrði lagður í dóm þjóðarinnar. Þetta er lykilinn að því að halda opnum möguleika landsins í gjaldmiðilsmálum til tvíhliða upptöku evru.

16.04.2012 | Skoðanir

Öflugt atvinnulíf - Bætt lífskjör

Umræða um hagvöxt hefur verið áberandi síðustu misseri. Þó að flestir virðast sammála um mikilvægi aukinna efnahagsumsvifa þá eru skiptar skoðanir á álitlegum leiðum til þess. Að auki hefur verið bent á að hagvaxtarmælingar taka ekki tillit til margra þátta sem telja má til lífsgæða og sum starfsemi ratar ekki þar inn þó hún myndi raunverulegan virðisauka.