Skoðanir

Viðskiptaráð gefur reglulega út skoðanir sem fjalla um einstök málefni. Skoðanir má skilgreina sem styttri skýrslur sem fjalla um tiltekin viðfangsefni á hnitmiðaðari hátt.

08.11.2016 | Skoðanir

Hvernig stóð ríkisstjórnin sig í efnahagsmálum?

Viðskiptaráð hefur gert úttekt á efnahagslegum áhrifum allra lagabreytinga fráfarandi ríkisstjórnar. Markmiðið er að varpa fram heildstæðri mynd af áhrifum stjórnvalda á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja á kjörtímabilinu 2013–2016.

08.09.2015 | Skoðanir

Banvænn biti? Lögverndun á íslenskum vinnumarkaði

Flestir vita að hérlendis þarf leyfi frá stjórnvöldum til að starfa við lækningar eða lögmennsku. Færri vita að hið sama á við um kökugerð, skrúðgarðyrkju og klæðskerasníði. Lögverndun veldur samfélaginu tjóni með því að draga úr samkeppni á kostnað viðskiptavina hinna vernduðu stétta.

19.05.2014 | Skoðanir

Hvatar til nýsköpunar: Rétt útfærsla skiptir sköpum

Þróuð ríki keppast nú við að efla frumkvöðlastarfsemi og hvetja til aukinna fjárfestinga í nýsköpun. Til að auka samkeppnishæfni landsins ættu íslensk stjórnvöld að vinna að sama markmiði.

28.05.2013 | Skoðanir

Lítil og meðalstór fyrirtæki - samstaða um bætt rekstrarumhverfi

Í nýrri skoðun Viðskiptaráðs Lítil og meðalstór fyrirtæki – samstaða um bætt rekstrarumhverfi er fjallað um mikilvægi þess að hlúa að þessum hluta atvinnulífsins. Alls starfar um helmingur launafólks hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og um 99% allra fyrirtækja teljast lítil og meðalstór.

06.10.2011 | Skoðanir

Kapp án forsjár - Rýnt í störf Alþingis

Alþingi Íslands er ein af grunnstoðum íslensks samfélags og störf þess hafa haft og munu áfram hafa afgerandi áhrif á hraða endurreisnar hagkerfisins; hagvöxt, kaupmátt og bætt lífskjör. Ábyrgð þingsins er því mikil og ríður á að skipulega sé gengið til verka, málflutningur og ákvarðanir faglegar og með hagsmuni heildar að leiðarljósi.

12.08.2003 | Skoðanir

Skrifræði við stofnun fyrirtækja lítið - en kostnaður hár

Til að efla nýsköpunarstarfsemi ber að ryðja burt hindrunum við stofnun fyrirtækja. Hérlendis er skrifræði við stofnun fyrirtækja lítið. Krafa um innborgað hlutafé er lægri hér en víða annars staðar. Hins vegar er kostnaður vegna skráningar fyrirtækja töluvert hærri en í mörgum öðrum OECD ríkjum.