Skoðanir

Viðskiptaráð gefur reglulega út skoðanir sem fjalla um einstök málefni. Skoðanir má skilgreina sem styttri skýrslur sem fjalla um tiltekin viðfangsefni á hnitmiðaðari hátt.

08.11.2016 | Skoðanir

Hvernig stóð ríkisstjórnin sig í efnahagsmálum?

Viðskiptaráð hefur gert úttekt á efnahagslegum áhrifum allra lagabreytinga fráfarandi ríkisstjórnar. Markmiðið er að varpa fram heildstæðri mynd af áhrifum stjórnvalda á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja á kjörtímabilinu 2013–2016.

17.12.2015 | Skoðanir

Sníðum stakk eftir vexti: 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana

Ísland er örríki í alþjóðlegum samanburði. Þrátt fyrir það höldum við úti 182 ríkisstofnunum. Viðskiptaráð leggur til 30 tillögur um fækkun ríkisstofnana.

23.11.2015 | Skoðanir

Ferð án fyrirheits: rekstur í efnahagslegu umróti

Íslendingar búa við miklar efnahagssveiflur. Óstöðugleikinn dregur úr getu fyrirtækja til að móta langtímaáætlanir, byggja upp sérhæfingu og fjárfesta í tækjum og mannauði til að auka rekstrarhagkvæmni. Lága framleiðni á Íslandi má að stórum hluta rekja til þessara áskorana.

25.08.2015 | Skoðanir

Að eyða eða ekki eyða?

Vatnaskil hafa orðið í fjármálum hins opinbera. Efnahagsleg uppsveifla mun skapa verulegt svigrúm í opinberum rekstri á næstu árum. Ráðstöfun þessara fjármuna er eitt stærsta pólitíska viðfangsefnið í dag.

18.09.2014 | Skoðanir

Frá orðum til athafna: innleiðing hagræðingartillagna

Í dag, fimmtudaginn 18. september, fór fram fundur um framvindu og horfur í rekstri hins opinbera og samfara honum hefur Viðskiptaráð gefið út nýja skoðun um hagræðingu í ríkisrekstri og framvindu tillagna hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Í skoðuninni kemur eftirfarandi fram:

18.06.2014 | Skoðanir

Höggva þarf á hnútinn: Uppgjör þrotabúa föllnu bankanna

Afnám gjaldeyrishafta hefur dregist verulega umfram það sem upphaflegar væntingar stóðu til. Þar vegur þyngst sú töf sem orðið hefur á uppgjöri þrotabúa föllnu bankanna. Hagfelldasta lausnin fyrir alla aðila fælist í nauðasamningum þar sem byrði vandans væri skipt með ásættanlegum hætti á milli kröfuhafa og þjóðarbúsins. Viðskiptaráð telur að svigrúm fyrir slíkri lausn sé til staðar.

01.10.2013 | Skoðanir

Ný nálgun forsenda sjálfbærrar hagræðingar

Það er mikilvægt fyrir efnahagslega framvindu komandi ára að jafnvægi náist fljótt í fjármálum hins opinbera. Tryggja þarf sjálfbært hlutfall á milli umfangs hins opinbera og verðmætasköpunar einkageirans til þess að hægt sé að standa undir öflugu velferðarkerfi til lengri tíma. Jafnframt er ljóst að viðvarandi hallarekstur leiðir í besta falli til þess að reikningurinn sé sendur til komandi kynslóða og í versta falli til greiðslufalls ríkissjóðs.

28.05.2013 | Skoðanir

Lítil og meðalstór fyrirtæki - samstaða um bætt rekstrarumhverfi

Í nýrri skoðun Viðskiptaráðs Lítil og meðalstór fyrirtæki – samstaða um bætt rekstrarumhverfi er fjallað um mikilvægi þess að hlúa að þessum hluta atvinnulífsins. Alls starfar um helmingur launafólks hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og um 99% allra fyrirtækja teljast lítil og meðalstór.

29.04.2013 | Skoðanir

Létta þarf byrðar skattgreiðenda

Í nýrri skoðun Viðskiptaráðs Bætt framleiðni, meira samstarf og minni byrðar bestu kosningaloforðin er fjallað um þrjú helstu úrlausnarefni næsta kjörtímabils að mati ráðsins. Þar kemur m.a. fram að skilvirkasta leiðin til að ýta undir lífskjarabata sé að auka framleiðni, þ.e. að gera fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra kleift að skapa sem mest verðmæti með sem minnstum tilkostnaði.

08.11.2012 | Skoðanir

Gjaldmiðilsmál: Maastricht viðheldur valfrelsi

Stjórn Viðskiptaráðs Íslands telur brýnt að aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið verði til lykta leiddar og að kapp verði lagt á að ná sem allra bestum samningi, sem síðan yrði lagður í dóm þjóðarinnar. Þetta er lykilinn að því að halda opnum möguleika landsins í gjaldmiðilsmálum til tvíhliða upptöku evru.