Skoðanir

Viðskiptaráð gefur reglulega út skoðanir sem fjalla um einstök málefni. Skoðanir má skilgreina sem styttri skýrslur sem fjalla um tiltekin viðfangsefni á hnitmiðaðari hátt.

08.11.2016 | Skoðanir

Hvernig stóð ríkisstjórnin sig í efnahagsmálum?

Viðskiptaráð hefur gert úttekt á efnahagslegum áhrifum allra lagabreytinga fráfarandi ríkisstjórnar. Markmiðið er að varpa fram heildstæðri mynd af áhrifum stjórnvalda á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja á kjörtímabilinu 2013–2016.

08.09.2015 | Skoðanir

Banvænn biti? Lögverndun á íslenskum vinnumarkaði

Flestir vita að hérlendis þarf leyfi frá stjórnvöldum til að starfa við lækningar eða lögmennsku. Færri vita að hið sama á við um kökugerð, skrúðgarðyrkju og klæðskerasníði. Lögverndun veldur samfélaginu tjóni með því að draga úr samkeppni á kostnað viðskiptavina hinna vernduðu stétta.

05.11.2014 | Skoðanir

Á ríkið að selja ilmvötn og sælgæti?

Íslenska ríkið rekur í gegnum Fríhöfnina ehf. eina umsvifamestu smásölu landsins. Verslunin nýtur opinberrar meðgjafar vegna undan-þágu frá tollum og virðisaukaskatti. Í gegnum þennan aðstöðumun hefur fríhafnarverslun ríkisins náð til sín verulegri markaðshlutdeild á innlendum smásölumarkaði, allt að þriðjungi í stórum vöruflokkum.

18.09.2014 | Skoðanir

Frá orðum til athafna: innleiðing hagræðingartillagna

Í dag, fimmtudaginn 18. september, fór fram fundur um framvindu og horfur í rekstri hins opinbera og samfara honum hefur Viðskiptaráð gefið út nýja skoðun um hagræðingu í ríkisrekstri og framvindu tillagna hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Í skoðuninni kemur eftirfarandi fram:

28.05.2013 | Skoðanir

Lítil og meðalstór fyrirtæki - samstaða um bætt rekstrarumhverfi

Í nýrri skoðun Viðskiptaráðs Lítil og meðalstór fyrirtæki – samstaða um bætt rekstrarumhverfi er fjallað um mikilvægi þess að hlúa að þessum hluta atvinnulífsins. Alls starfar um helmingur launafólks hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og um 99% allra fyrirtækja teljast lítil og meðalstór.

08.08.2007 | Skoðanir

Nútímavæðing sparisjóðaumhverfisins

Á undanförnum árum hefur orðið mikil og ör þróun í starfsemi sparisjóðanna. Nú er svo komið að þeir eru þátttakendur á flestum þeim sviðum sem aðrir viðskiptabankar starfa. Framþróun og vöxtur sparisjóðanna hefur leitt í ljós talsverð vandkvæði á núverandi starfsumhverfi.

18.07.2006 | Skoðanir

Viðskiptalífið setji sjálft reglur

Röksemdir gegn opinberri reglusetningu og eftirliti á fjármagnsmarkaði eru meira sannfærandi en röksemdir með slíkum opinberum afskiptum.  Miklu skynsamlegra væri að láta markaðsaðilum það eftir að setja sér eigin reglur og framfylgja þeim. Besta leiðin til að meta hvort rétt sé að gefa fjármagnsmarkaðnum aukið frelsi til að setja sér reglur er að kanna hvernig reynsla hefur verið af slíku frelsi hingað til, hérlendis og erlendis.  

21.06.2006 | Skoðanir

Alþingi fer eftir umsögnum Viðskiptaráðs

Starfsári Alþingis lauk 3. júní síðastliðin og höfðu þá 119 frumvörp, af þeim 234 sem lögð voru fram, orðið að lögum. Önnur frumvörp hafa þá dagað uppi í meðförum þingsins og er nauðsynlegt að leggja þau fram að nýju á næsta þingi, ef vilji er til þess að þau verði að lögum.

10.04.2006 | Skoðanir

Leyfaumhverfi veitingahúsa á Íslandi verra en í Evrópu

Viðskiptaráð hefur að undanförnu kannað leyfaumhverfi veitingahúsa á Íslandi annars vegar og í nokkrum öðrum evrópulöndum hinsvegar. Niðurstöðurnar, sem kynntar voru á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar 6. apríl, sýna að íslenskir veitingamenn búa að jafnaði við flóknara og viðameira leyfaumhverfi en evrópskir starfsbræður þeirra.

25.11.2005 | Skoðanir

Samkeppni ríkisfyrirtækja við einkaaðila

Fyrir um ári síðan var spurt að því í skoðun Viðskiptaráðs hvort að ríkisvæðing væri að taka við af einkavæðingu. Var tilefnið ábending Ríkisendurskoðunar um að fjölmargar ríkisstofnanir hefðu farið fram úr fjárlögum. Áður hafði Viðskiptaráð bent á að samhliða almennri einkavæðingu ríkisfyrirtækja hefur ríkisstofnunum fjölgað undanfarin ár og rekstur þeirra orðið sífellt umfangsmeiri.