Skoðanir

Viðskiptaráð gefur reglulega út skoðanir sem fjalla um einstök málefni. Skoðanir má skilgreina sem styttri skýrslur sem fjalla um tiltekin viðfangsefni á hnitmiðaðari hátt.

08.11.2016 | Skoðanir

Hvernig stóð ríkisstjórnin sig í efnahagsmálum?

Viðskiptaráð hefur gert úttekt á efnahagslegum áhrifum allra lagabreytinga fráfarandi ríkisstjórnar. Markmiðið er að varpa fram heildstæðri mynd af áhrifum stjórnvalda á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja á kjörtímabilinu 2013–2016.

23.11.2015 | Skoðanir

Ferð án fyrirheits: rekstur í efnahagslegu umróti

Íslendingar búa við miklar efnahagssveiflur. Óstöðugleikinn dregur úr getu fyrirtækja til að móta langtímaáætlanir, byggja upp sérhæfingu og fjárfesta í tækjum og mannauði til að auka rekstrarhagkvæmni. Lága framleiðni á Íslandi má að stórum hluta rekja til þessara áskorana.

18.06.2014 | Skoðanir

Höggva þarf á hnútinn: Uppgjör þrotabúa föllnu bankanna

Afnám gjaldeyrishafta hefur dregist verulega umfram það sem upphaflegar væntingar stóðu til. Þar vegur þyngst sú töf sem orðið hefur á uppgjöri þrotabúa föllnu bankanna. Hagfelldasta lausnin fyrir alla aðila fælist í nauðasamningum þar sem byrði vandans væri skipt með ásættanlegum hætti á milli kröfuhafa og þjóðarbúsins. Viðskiptaráð telur að svigrúm fyrir slíkri lausn sé til staðar.

15.04.2014 | Skoðanir

Heildarmynd af höftunum: Erlendar skuldir og forsendur afnáms

Erlendar skuldir og greiðsluvandi þjóðarinnar eru nú í brennidepli efnahagsumræðunnar. Helsta áhyggjuefnið snýr að umfangi þessara skulda og stórum afborgunum erlendra lána á næstu árum. Þessir þættir geta ógnað jafnvægi hagkerfisins og komið í veg fyrir að hægt sé að aflétta fjármagnshöftum.

11.03.2014 | Skoðanir

Kosta höftin okkur 80 ma. kr. í gjaldeyristekjur á ári?

Fjármagnshöftin og áhrif þeirra á fyrirtæki innan alþjóðageirans voru mikið rædd á nýafstöðnu Viðskiptaþingi. Fimm árum frá setningu eru höftin enn til staðar og engin opinber áætlun um afnám þeirra liggur fyrir.

18.11.2013 | Skoðanir

Stórir fiskar í lítilli tjörn - lífeyrissjóðirnir, gjaldeyrishöftin og góðir stjórnarhættir

Sú staðreynd að gjaldeyrishöftin hafa takmörkuð áþreifanleg áhrif á daglegt líf landsmanna dregur talsvert úr almennri vitund á þeim viðamiklu neikvæðu áhrifum sem þau hafa á gangverk hagkerfisins. Meðal veigamestu áskorana í þessu samhengi eru áhrif haftanna á starfsumhverfi og verkefni lífeyrissjóðanna.

08.11.2012 | Skoðanir

Gjaldmiðilsmál: Maastricht viðheldur valfrelsi

Stjórn Viðskiptaráðs Íslands telur brýnt að aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið verði til lykta leiddar og að kapp verði lagt á að ná sem allra bestum samningi, sem síðan yrði lagður í dóm þjóðarinnar. Þetta er lykilinn að því að halda opnum möguleika landsins í gjaldmiðilsmálum til tvíhliða upptöku evru.

26.11.2010 | Skoðanir

Fjárlagafrumvarpið 2011 - Niðurskurður að nafninu til

Fjárlög næsta árs litu dagsins ljós við upphaf þings í byrjun október. Frumvarpið endurspeglaði erfiða stöðu ríkissjóðs og var það boðað af hálfu ríkisstjórnarinnar. Áherslu átti nú að leggja á niðurskurð opinberra útgjalda, enda enn umtalsverður halli á ríkisrekstrinum og það þrátt fyrir tilkomu nýrra skatta og verulegra skattahækkana.

30.07.2010 | Skoðanir

Er Ísland opið fyrir fjárfestingu?

Fjárfesting er ein af grunnstoðum hagvaxtar og forsenda þess að endurreisn hagkerfisins geti orðið að veruleika fyrr en síðar. Pólitísk afskipti af einstaka fjárfestingum eru því ekki til þess fallin að stuðla að sameiginlegu markmiði okkar allra, að efla hagvöxt og með því lífskjör hérlendis á komandi árum.

26.06.2009 | Skoðanir

Skattlagning vaxtagreiðslna - óheppileg leið að settu marki

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem felur í sér fyrstu aðgerðir til að brúa fjárlagahalla ríkissjóðs á komandi misserum. Mörgum orðum væri hægt að fara um frumvarpið og þær breytingar sem það felur í sér á sviði skatt- og gjaldheimtu og ljóst er að skiptar skoðanir eru um ágæti þeirra.