Skoðanir

Viðskiptaráð gefur reglulega út skoðanir sem fjalla um einstök málefni. Skoðanir má skilgreina sem styttri skýrslur sem fjalla um tiltekin viðfangsefni á hnitmiðaðari hátt.

08.11.2016 | Skoðanir

Hvernig stóð ríkisstjórnin sig í efnahagsmálum?

Viðskiptaráð hefur gert úttekt á efnahagslegum áhrifum allra lagabreytinga fráfarandi ríkisstjórnar. Markmiðið er að varpa fram heildstæðri mynd af áhrifum stjórnvalda á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja á kjörtímabilinu 2013–2016.

07.04.2015 | Skoðanir

Hverjar eru okkar ær og kýr?

Íslenskur landbúnaður stendur á tímamótum. Breytingar munu verða á umgjörð greinarinnar á komandi árum. Auka þarf sveigjanleika, efla hvata til nýsköpunar og auka samkeppnisaðhald greinarinnar. Það verður best gert með breytingum á bæði tollvernd landbúnaðarvara og fyrirkomulagi styrkja til þeirra sem stunda rekstur í greininni.

09.03.2015 | Skoðanir

Starfsemi á skjön við almannavilja

Í nýrri skoðun Viðskiptaráðs er fjallað um útgjöld og starfsemi hins opinbera sem ekki telst til grunnhlutverka þess. Þar kemur m.a. fram að útgjöld hins opinbera vegna starfsemi sem ekki tels til grunnhlutverka þess nemur yfir 100 ma. kr. á ári, sem er um 15% heildarútgjalda.

05.11.2014 | Skoðanir

Á ríkið að selja ilmvötn og sælgæti?

Íslenska ríkið rekur í gegnum Fríhöfnina ehf. eina umsvifamestu smásölu landsins. Verslunin nýtur opinberrar meðgjafar vegna undan-þágu frá tollum og virðisaukaskatti. Í gegnum þennan aðstöðumun hefur fríhafnarverslun ríkisins náð til sín verulegri markaðshlutdeild á innlendum smásölumarkaði, allt að þriðjungi í stórum vöruflokkum.

13.12.2012 | Skoðanir

Neysluskattar komnir á síðasta söludag

Fjölmargar breytingar á skattkerfinu hafa átt sér stað á undanförnum árum og frekari tekjuöflun er áætluð í fjárlögum næsta árs. Á meðan deilt hefur verið um hagkvæmni þeirra standa óskilvirkustu hlutar kerfisins nær óhreyfðir. Tollar og vörugjöld eru margfalt hærri en í nágrannalöndunum, virðisaukaskattur hérlendis mismunar atvinnugreinum og neysluskattar í heild eru óskilvirkir á alþjóðlegan mælikvarða.

25.04.2007 | Skoðanir

Hver ættu kosningaloforðin að vera

Nú þegar líður að kosningum spretta loforð stjórnmálaflokka landsins upp eins og krókusar að vori. Mörg af þeim eru góð, önnur verri og ýmis slæm. Aðstæður eru um margt óvenjulegar í hagkerfinu um þessar mundir og því eðlilegt að taka tillit til þeirra þegar loforðin eru lögð fram.