Skoðanir

Viðskiptaráð gefur reglulega út skoðanir sem fjalla um einstök málefni. Skoðanir má skilgreina sem styttri skýrslur sem fjalla um tiltekin viðfangsefni á hnitmiðaðari hátt.

19.01.2011 | Skoðanir

Ábyrgð Viðskiptaráðs

Í kjölfar falls bankakerfisins haustið 2008 hefur Íslendingum verið ofarlega í huga að gera upp og skilja hjá hverjum ábyrgð á þeirri atburðarás liggur. Er það bæði rétt og nauðsynlegt svo hægt sé að læra af því sem gerðist, breyta starfsháttum og tryggja að samskonar ástand verði ekki aftur ríkjandi.