Skoðanir

Viðskiptaráð gefur reglulega út skoðanir sem fjalla um einstök málefni. Skoðanir má skilgreina sem styttri skýrslur sem fjalla um tiltekin viðfangsefni á hnitmiðaðari hátt.

21.03.2018 | Skoðanir

Markaðsbrestur í menntun: Hvað er til ráða?

Undanfarin ár og áratugi hefur háskólamenntuðum fjölgað mjög hratt hér á landi en frá aldamótum hefur fjöldi háskólamenntaðra aukist um 184% eða nærri þrefaldast. Nú er svo komið að hópurinn stefnir í að verða sá fjölmennasti á vinnumarkaði innan fárra ára og slá þannig við grunnmenntuðum og starfs- og framhaldsmenntuðum.

16.03.2017 | Skoðanir

Stendur ríkið í vegi fyrir bættum námsárangri?

Ríkið stendur fyrir bókaútgáfu hér á landi til grunn- og gagnfræðaskóla undir merkjum Menntamálastofnunar. Samkeppnisforskot Menntamálastofnunar á þessum markaði er slíkt að í reynd mætti tala um lögbundna einokun. Sambærilegt fyrirkomulag þekkist ekki hjá þeim þjóðum sem við berum okkur hvað oftast saman við.

08.11.2016 | Skoðanir

Hvernig stóð ríkisstjórnin sig í efnahagsmálum?

Viðskiptaráð hefur gert úttekt á efnahagslegum áhrifum allra lagabreytinga fráfarandi ríkisstjórnar. Markmiðið er að varpa fram heildstæðri mynd af áhrifum stjórnvalda á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja á kjörtímabilinu 2013–2016.

10.07.2013 | Skoðanir

Háskólamenntun má ekki vera afgangsstærð

Flestir eru sammála um að stefna í menntamálum vegi þungt í vegferð þjóða að bættum lífskjörum. Breitt aðgengi að menntun eflir samkeppnishæfni og verðmætasköpun auk þess að stuðla að fjölþættum samfélagslegum framförum. Um þessi sjónarmið hefur ríkt almenn sátt á Íslandi og fjárfesting í menntun verið með hæsta móti í alþjóðlegum samanburði.

25.04.2007 | Skoðanir

Hver ættu kosningaloforðin að vera

Nú þegar líður að kosningum spretta loforð stjórnmálaflokka landsins upp eins og krókusar að vori. Mörg af þeim eru góð, önnur verri og ýmis slæm. Aðstæður eru um margt óvenjulegar í hagkerfinu um þessar mundir og því eðlilegt að taka tillit til þeirra þegar loforðin eru lögð fram. 

20.06.2005 | Skoðanir

Námsmenn erlendis 1999 - 2005

Í úttekt Verslunarráðs Íslands kemur fram að á síðustu árum hafi miklar breytingar orðið á því í hvaða löndum íslenskir námsmenn stunda nám. Námsmönnum í Bandaríkjunum hefur fækkað um 44.1% frá árinu 1999. Styrkur íslensks viðskiptalífs hefur m.a. legið í fjölbreyttri menntun Íslendinga í tveim heimsálfum.