Nýtt upplýsingaskjal á ensku um stöðu efnahagsmála

Íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum umtalsverðar breytingar á síðustu árum. Á sama tíma hefur upplýsingagjöf til erlendra aðila um stöðu efnahagsmála á Íslandi verið af skornum skammti. Af þeim sökum hefur reynst erfitt fyrir mikilvæga hagsmunaaðila íslenskra fyrirtækja og yfirvalda að ná góðri yfirsýn um orsakir efnahagskreppunnar og stöðu hagkerfisins almennt.

Til að mæta þessari áskorun hefur Viðskiptaráð Íslands, frá haustinu 2008, staðið fyrir útgáfu skýrslu á ensku um þróun mála hérlendis. Nýjasta útgáfu skýrslunnar, The Icelandic Economic Situation - Status Report, er sú sextánda í röðinni. Heilt yfir má ráða af henni að þrátt fyrir ýmis erfið úrlausnarefni þá er hagkerfið á bataferli.

Í þessari útgáfu skýrslunnar er megináherslan lögð á umfjöllun um atburði síðustu missera, núverandi stöðu efnahagsmála, viðskiptalífs og stjórnmála og framtíðarhorfur Íslands. Til viðbótar er stuttlega gerð grein fyrir helstu viðburðum er tengjast falli fjármálakerfisins. Skýrslan er send um 2.200 erlenda tengiliði í fyrirtækjum, alþjóðastofnunum, systursamtökum Viðskiptaráðs og stjórnkerfum annarrra ríkja víðs vegar um heim. Þessi skýrsla er fyrst og fremst hugsuð sem safn upplýsinga, tilvísana og hlekkja í vefsíður og gögn annarra aðila frekar en greining á þróun og stöðu efnahagsmála. 

 

Þá hefur Viðskiptaráð reglulega gefið út glærur þar sem stiklað er á stóru, en þær eru aðgengilegar hér. Að auki eru hrágögn að baki öllum myndum skýrslunnar aðgengileg hér. Allar myndir í skýrslunni eru jafnframt aðgengilegar á Flickr vef Viðskiptaráðs.

Í þessari útgáfu skýrslunnar er að finna efni frá margvíslegum aðilum t.a.m. um:

  • Þróun helstu hagstærða, s.s. VLF, skuldir ríkisins, verðbréfamarkaðinn, lífeyrissjóði og peningamál.
  • Stærð fjármálakerfisins og aðkomu þess að atvinnulífinu.
  • Nýjar skráningar á aðallista NASDAQ OMX Ísland.
  • Aðgerðir Seðlabankans til að takast á við verðbólguna.
  • Þróun skulda heimila og fyrirtækja.
  • Athugun aðila vinnumarkaðarins um nýja nálgun við gerð kjarasamninga.
  • Ákveðna lykilþætti tengda sjávarútvegi, orkugeiranum og ferðaþjónustu.
  • Áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum og nýja ríkisstjórn.
  • Óleyst mál á borð við málefni Íbúðalánasjóðs og þrotabú gömlu bankanna.
  • Samráðsvettvang um aukna hagsæld og markmið um hagþróun til ársins 2030.

Skýrsluna má nálgast hér - Til að fá allar frekari uppfærslur af skýrslunni er hægt að skrá sig hér.

Umfjöllun tengd fyrri útgáfum:

Tengt efni

Stjórn Landspítala verði raunverulegur æðsti ákvörðunaraðili

Umsögn Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um breytingu á lögum um ...
7. apr 2022

Getum við allra vinsamlegast gyrt okkur?

Við hefðum ekki getað rekið íslenskt samfélag og atvinnulíf síðastliðna áratugi ...
26. maí 2022