Stjórnarhættir opinberra fyrirtækja

Í dag gáfu Viðskiptaráð, Kauphöll Íslands og SA út leiðbeiningar um stjórnarhætti opinberra fyrirtækja. Meðal þeirra sem munu veita leiðbeiningunum formlega viðtöku eru Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og fulltrúar ríkisbankanna þriggja.

Mikilvægi leiðbeininga um stjórnarhætti opinberra fyrirtækja er ótvírætt. Hið opinbera stendur iðulega frammi fyrir því vandasama verkefni að finna jafnvægi milli hlutverks síns sem eiganda annars vegar og hins vegar sem valdhafi til reglusetningar. Erfitt getur reynst að viðhalda þessu jafnvægi og hættan á pólitískum afskiptum af rekstri opinberra fyrirtækja er ávallt til staðar. Þar sem þessi hlutverk fara sjaldnast saman er mikilvægt að skapa trúverðugleika og traust um með hvaða hætti þeim er sinnt. Leiðbeiningum þessum er ætlað að auka gagnsæi í rekstri opinberra fyrirtækja og aðstoða þar með hið opinbera og fyrirtæki í eigu þess að skapa traust um starfsemi sína.

Leiðbeiningarnar má nálgast endurgjaldslaust hér eða á skrifstofu Viðskiptaráðs gegn vægu gjaldi. Haraldur I. Birgisson lögfræðingur Viðskiptaráðs veitir nánari upplýsingar í síma 510-7109.

Tengt efni

Skýrsla Krónunnar samfélagsskýrsla ársins

Samfélagsskýrsla Krónunnar stóð upp úr í hópi nítján tilnefndra skýrslna
10. jún 2020

Til aðstoðar fyrirtækjum með afgerandi hætti

Starfshópur utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur lagt fram tillögur í ...
29. jún 2020

Uppvakningar viðskiptalífsins

Í mörgum hrollvekjum eru fyrirbæri sem nefnast uppvakningar í aðalhlutverki. ...
9. okt 2009