Ný skýrsla: Fjármál hins opinbera - aðrar leiðir færar

Viðskiptaráð Íslands hefur á undanförnum vikum og mánuðum rýnt aðgerðir stjórnvalda á sviði ríkisfjármála. Í þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið felst takmarkaður niðurskurður útgjalda og veruleg aukning skattheimtu.  Þessi leið er að mati Viðskiptaráðs afar misráðin og dregur úr sjálfbærni ríkisfjármála til framtíðar. Við núverandi aðstæður er heppilegra að fyrir stjórnvöld velji hagnýtar leiðir sem byggja á raunsæi og varðstöðu um heildarhagsmuni.

Af þessu tilefni gaf Viðskiptaráð út í dag skýrslu undir yfirskriftinni  Fjármál hins opinbera - aðrar leiðir færar. Skýrslunni er ætlað að bregða birtu á þróun ríkisfjármála undanfarin ár, galla á fyrirhuguðum skattabreytingum og mögulegar leiðir að því marki að koma á jöfnuði ríkisfjármála og tryggja áfram velferð í íslensku samfélagi.

Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í dag, en í henni eru lagðar fram ýmsar tillögur sem fela m.a. í sér aðra og einfaldari nálgun á breytingar á skattkerfi, endurskoðun á útgjaldaliðum ráðuneyta, aðgerðir til að auka umsvif í hagkerfinu, tekjuöflun í gegnum lífeyrissjóði og með sölu ríkiseigna, endurskoðun í menntamálum, samdrátt í opinberum launakostnaði, endurskoðun á útgjöldum til sveitarfélaga og eflingu fjárlagaferlis. Er það mat Viðskiptaráðs að þessar leiðir séu betur til þess fallnar að næra og byggja upp hagkerfið sem fyrst á nýjan leik og verja þannig störf, almenn lífskjör og tryggja sjálfbærni hagkerfisins til lengri tíma litið.

Með skýrslunni vonast Viðskiptaráð til að leggja lóð á vogarskálarnar í umræðu um það hagræðingarstarf sem framundan er í fjármálum ríkis- og sveitarfélaga. Hagfellt skattkerfi er einn helsti grundvöllur langtímasamkeppnishæfni þjóða og mikilvæg forsenda þess að bati hagkerfisins verði sem skjótastur.

Skýrsluna má nálgast hér.

Glærur frá blaðamannafundi má nálgast hér

Tengt efni

Kostnaðarsöm leið að göfugu markmiði

Ný greining frá Viðskiptaráði á kostnaði íslenskra fyrirtækja vegna íþyngjandi ...
5. júl 2023

Fjárhagslegt tjón takmarkana er á við heila loðnuvertíð

Sætanýting flugfélaga sem fljúga til Íslands er um 20% minni en til annarra ...
29. okt 2021