Hið opinbera: tími til breytinga

Í nýju riti Viðskiptaráðs, „Hið opinbera: tími til breytinga“, er lögð fram heildstæð sýn ráðsins á hlutverk, rekstur og fjármögnun hins opinbera. Jafnframt eru lagðar fram tillögur um að auka framleiðni í opinberum rekstri og skapa hagfelldari umgjörð vermætasköpunar.

Sækja ritið

Ritið skiptist í fimm kafla:

  1. Umfang og áhrif hins opinbera
  2. Hvert er hlutverk hins opinbera?
  3. Hver á að veita opinbera þjónustu?
  4. Með hvaða hætti á hið opinbera að starfa?
  5. Hvernig á að fjármagna hið opinbera?

Þar kemur meðal annars eftirfarandi fram:

  • Stöðugildum í einkageira hefur fækkað um 7% frá aldamótum en stöðugildum hjá hinu opinbera hefur fjölgað um 29% á sama tímabili.
  • Stjórnvöld eru í beinni samkeppni við einkaaðila á ýmsum sviðum, meðal annars í tilfelli Íslandspósts, SORPU, og Fríhafnarinnar.
  • Rekstraraðlögun ríkissjóðs í kjölfar bankahrunsins hefur fyrst og fremst verið í formi aukningar skatttekna og samdráttar í fjárfestingum.
  • Hætta er á að heilbrigðiskerfi Íslendinga í núverandi mynd verði hinu opinbera ofviða í náinni framtíð vegna öldrunar þjóðarinnar á komandi árum.
  • Íslenska skattkerfið var hagkvæmt fyrir hrun fjármálakerfisins, en glataði mörgum þeirra einkenna vegna fjölmargra breytinga og skattahækkana.
  • Selja mætti opinber fyrirtæki fyrir 800 ma. kr. og helminga þannig opinberar skuldir.

Ritið er nú aðgengilegt öllum í vefútgáfu. Einnig má óska eftir prentuðu eintaki á skrifstofum Viðskiptaráðs.

Sækja ritið

Tengt efni

Nauðsynlegt að fyrirtækjum sé bættur skaði vegna sóttvarnaraðgerða

Ljóst er að þörf hefur skapast fyrir stuðning við fyriræki sem var gert að hætta ...
3. feb 2022

The Icelandic Economy - 3F 2021

Viðskiptaráð hefur birt nýjustu útgáfu The Icelandic Economy. Skýrslan er á ...
21. júl 2021

Hugsum stærra – skýrsla Viðskiptaþings

Í skýrslunni leggur alþjóðahópur Viðskiptaráðs fram tillögur um hvernig má ...
27. maí 2021