Skýrslur

Viðskiptaráð Íslands gefur út stefnumótandi skýrslur um ýmis málefni, m.a. í tengslum við árlegt Viðskiptaþing. Skýrslur ráðsins eru stefnumótandi innlegg í umræðu um rekstrarumhverfi íslensks viðskiptalífs.

16.08.2018 | Skýrslur

The Icelandic Economy - ný útgáfa

Hin árlega skýrsla „The Icelandic Economy: Current State, Recent Developments and Future Outlook“ er nú komin út. Skýrslan er einstakt og yfirgripsmikið rit á ensku um íslenskt efnahagslíf. Í henni er fjallað um efnahagslegt ástand á Íslandi, nýlega þróun í stjórnmálum, viðskiptum og efnahagslífi ásamt horfum til framtíðar.

17.08.2016 | Skýrslur

Leiðin að aukinni hagsæld

Alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company gaf út skýrslu um íslenska hagkerfið árið 2012. Í nýju riti Viðskiptaráðs, Leiðin að aukinni hagsæld, eru helstu greiningar skýrslunnar uppfærðar, efnahagsleg framvinda síðustu ára rýnd í ljósi niðurstaðna hennar og mat lagt á framvindu umbótatillagna sem lagðar voru fram í kjölfar útgáfu hennar.

11.02.2016 | Skýrslur

Leiðin á heimsleikana

Nýtt málefnarit Viðskiptaráðs, ,,Leiðin á heimsleikana – aukin framleiðni í innlenda þjónustugeiranum“ var gefið út í dag í tilefni Viðskiptaþings og fjallar ritið um innlenda þjónustugeirann í alþjóðlegu samhengi.

13.02.2015 | Skýrslur

Hið opinbera: tími til breytinga

Í nýju riti Viðskiptaráðs, „Hið opinbera: tími til breytinga“, er lögð fram heildstæð sýn ráðsins á hlutverk, rekstur og fjármögnun hins opinbera ásamt tillögum að breytingum til að auka hagkvæmni í opinberum rekstri.

17.06.2008 | Skýrslur

Útþensla hins opinbera: orsakir, afleiðingar og úrbætur

Í dag kom út skýrsla Viðskiptaráðs Útþenslan hins opinbera: orsakir, afleiðingar og úrbætur þar sem fjallað er um fjármál hins opinbera og úrræði nú í lok langs hagvaxtarskeiðs í íslensku hagkerfi. Þrátt fyrir mikinn vöxt tekna síðustu árum hafa stjórnvöld ekki nýtt tækifærið til að draga hlutfallslega úr umsvifum hins opinbera og létta á framleiðsluspennu.

17.09.2007 | Skýrslur

Finnur kynnti 90 tillögurnar

Í ræðu sinni á 90 ára afmæli Viðskiptaráðsins í dag kynnti Finnur Oddson 90 tillögur að bættri samkeppnishæfni Íslands. Finnur sagði meðal annars “90 tillögum Viðskiptaráðs má lýsa sem stefnuskrá ráðsins. Sumar eru sjálfsagðar en aðrar umdeildar, en höfuðmarkmið þeirra er að ýta við umræðu sem hefur það að markmiði að styrkja samkeppnishæfi Íslands.

24.04.2007 | Skýrslur

Opinberar fasteignir - umfangsmesta einkavæðingin?

Yfir 100 gestir sóttu ráðstefnu um einkaframkvæmd sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík í gær. Ráðstefnan var samstarfsverkefni ýmissa aðila, en auk Viðskiptaráðs og Háskólans í Reykjavík komu að verkefninu Samtök atvinnulífsins, KPMG, Glitnir, Þyrping, Nýsir, ÍAV, Seltjarnarnesbær, Baugur, Sjóvá og Milestone.

08.02.2006 | Skýrslur

Ísland 2015

Viðskiptaráð Íslands setti saman hóp af forystumönnum úr íslensku viðskiptalífi, háskólum og menningarstofnunum, til þess að vinna að gerð skýrslu um íslenska framtíðarsýn á hinum ýmsu sviðum. Heiti skýrslunnar er Ísland 2015 og hana má nálgast hér.

23.02.2004 | Skýrslur

Einkaframkvæmd - samkeppni á nýjum sviðum

Verslunarráð hefur ætíð hvatt til aukinnar þátttöku einkaaðila í verkefnum sem hið opinbera hefur alla jafna sinnt einhliða. Einkavæðing ríkisfyrirtækja hefur verið í samræmi við afstöðu Verslunarráðs og í kjölfar einkavæðingar hafa orðið til ný tækifæri til verðmætasköpunar, viðkomandi atvinnugrein og atvinnulífinu í heild til góða. 

30.09.2003 | Skýrslur

Aðhald og ráðdeild í ríkisrekstri

Í maí sl. lagði Verslunarráð Íslands fram tillögur að auknum árangri fyrir Ísland og benti nýrri ríkisstjórn á tíu leiðir í þeim efnum. Var meðal annars hvatt til ráðdeildar og hagræðingar í ríkisrekstri. Verslunarráð hefur nú unnið að ítarlegri tillögum um þann þátt.