Skýrslur

Viðskiptaráð Íslands gefur út stefnumótandi skýrslur um ýmis málefni, m.a. í tengslum við árlegt Viðskiptaþing. Skýrslur ráðsins eru stefnumótandi innlegg í umræðu um rekstrarumhverfi íslensks viðskiptalífs.

25.06.2015 | Skýrslur

Corporate Governance Guidelines

Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland hafa nú gefið út fimmtu útgáfu Corporate Governance Guidelines en um er að ræða enska útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja

26.05.2015 | Skýrslur

Stjórnarhættir fyrirtækja: leiðbeiningar

Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland hafa nú gefið út fimmtu útgáfu Leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.

13.12.2012 | Skýrslur

Leiðbeiningar um stjórnarhætti á ensku

Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja sem gefnar voru út í mars á þessu ári eru nú komnar út í enskri þýðingu. Viðskiptaráð hefur unnið leiðbeiningarnar í samstarfi við Nasdaq OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins, en þær komu fyrst út árið 2004 og endurskoðuð útgáfa ári síðar. Þriðja útgáfa leiðbeininganna var gefin út árið 2009 og tóku þær þá talsverðum breytingum, en hér er því um fjórðu útgáfu þeirra að ræða.

04.04.2012 | Skýrslur

Nýtt upplýsingaskjal á ensku um stöðu efnahagsmála

Íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum umtalsverðar breytingar síðustu fjögur ár. Á sama tíma hefur upplýsingagjöf til erlendra aðila verið af skornum skammti sem veldur því að mikilvægir hagsmunaaðilar íslenskra fyrirtækja og yfirvalda hafa of sjaldan heildarmyndina af orsökum efnahagskreppunnar og stöðu efnahagsmála, viðskiptalífs og stjórnmála almennt.

08.03.2012 | Skýrslur

Nýjar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja

Út er komin ný útgáfa leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja, en að henni standa Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og NASDAQ OMX Iceland. Í þessari 4. útgáfu leiðbeininganna er að finna fjölmargar breytingar frá síðustu útgáfu, sem eiga það þó flestar sammerkt að vera formbreytingar fremur en viðamiklar efnisbreytingar.

18.06.2009 | Skýrslur

Ný útgáfa leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja

Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og NASDAQ OMX Iceland gáfu út í dag endurskoðaðar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. Í þessari 3. útgáfu leiðbeininganna er sérstaklega horft til sambærilegra leiðbeininga frá öðrum löndum og forskriftar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu.

27.11.2008 | Skýrslur

Stjórnarhættir opinberra fyrirtækja

Í dag gáfu Viðskiptaráð, Kauphöll Íslands og SA út leiðbeiningar um stjórnarhætti opinberra fyrirtækja. Meðal þeirra sem munu veita leiðbeiningunum formlega viðtöku eru Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og fulltrúar ríkisbankanna þriggja.

29.12.2005 | Skýrslur

Stjórnarhættir fyrirtækja, önnur útgáfa

Árið 2004 gáfu Viðskiptaráð Íslands, Kauphöll Íslands og Samtök atvinnulífsins út leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. Nú er lokið endurskoðun leiðbeininganna og hefur ný útgáfa verið gefin út. Mikil og góð reynsla var af leiðbeiningunum og ákveðið var að gefa út nýjar og uppfærðar leiðbeiningar til að svara kalli atvinnulífsins.