Staðreyndir

Viðskiptaráð gefur reglulega út staðreyndir um tiltekin viðfangsefni. Þar er lögð áhersla á að koma á framfæri atriðum sem máli skipta að mati ráðsins á hnitmiðaðaðan hátt.

16.01.2015 | Staðreyndir

Staðreyndir um skattkerfið

Þann 15. janúar var birt viðtal við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í nýjum þætti í Ríkisútvarpinu sem ber heitið Ferð til fjár. Í viðtalinu kom fram að Kári telji skattkerfið hérlendis ekki nógu réttlátt. Hann greiði 20% fjármagnsskatt af arði eigna sinna á sama tíma og einstaklingur með 375 þúsund kr. í mánaðarlaun greiði 40% tekjuskatt af launum sínum.

20.12.2014 | Staðreyndir

Afruglaðar staðreyndir um RÚV

Umræða um fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins (RÚV) fer hátt þessa dagana. Þannig mætti ætla, miðað við endurteknar yfirlýsingar stjórnar og stjórnenda stofnunarinnar, að nýsamþykkt fjárlög marki vatnaskil í starfsemi RÚV. Nýverið birti síðan vef- og nýmiðlastjóri RÚV samantektina „11 staðreyndir um RÚV“ sem ætlað er að renna stoðum undir þá afstöðu.

06.10.2014 | Staðreyndir

Kapp án forsjár hjá BSRB

Viðskiptaráð stóð nýverið fyrir erindi á morgunverðarfundi um stöðu og horfur í ríkisfjármálum. Þar kom fram að rekstraraðlögun ríkisins frá efnahagshruni hafi að mestum hluta verið í formi aukningar skatttekna og samdráttar í fjárfestingum í stað aðhalds í rekstrar- og launakostnaði.

12.09.2014 | Staðreyndir

Rangfærslur VR og ASÍ um áhrif nýrra fjárlaga

Stjórn VR sendi frá sér ályktun í fyrradag þar sem nýjum fjárlögum var harðlega mótmælt. Stjórnin fullyrðir að boðaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu leggist „með næstum tvöfalt meiri þunga á lægsta tekjuhópinn en þann hæsta.“ Þá hefur forseti ASÍ sagt að breytingarnar komi einkum illa við tekjulág heimili og barnafólk. Þessar fullyrðingar eru forvitnilegar því þegar áhrif fjárlagafrumvarpsins á heimilin eru skoðuð í heild kemur önnur mynd í ljós.