Útgáfa

Útgáfu Viðskiptaráðs er ætlað að auka almenna vitund og skilning á þeim viðfangsefnum sem snerta viðskiptalífið og afstöðu ráðsins í einstökum málefnum. Útgáfan skiptist í skoðanir, skýrslur, kynningar og greinar.

29.10.2018 | Umsagnir

Tækifæri til aukinnar innviðafjárfestingar

Margt bendir til þess að þörf sé á meiri framkvæmdum í samgöngumálum en áætlunin gerir ráð fyrir, á sama tíma og ríkisfjármál leyfa það ekki endilega. Því vill Viðskiptaráð leggja til að aðkoma einkaaðila fái meira vægi í samgönguáætlun og þannig verði hægt að byggja upp innviði landsins hraðar og hagkvæmar.

09.02.2017 | Greinar

Pólitískar jarðsprengjur auðlindanna

Á fimmtudag fer Viðskiptaþing fram í 41. sinn. Þingið í ár er sérstakt fyrir margar sakir en Viðskiptaráð, sem áður hét Verzlunarráð, fagnar aldarafmæli á árinu. Yfirskrift þingsins í ár er „Börn náttúrunnar – framtíð auðlindagreina á Íslandi“ og verður þar sérstaklega fjallað um sjávarútveg, ferðaþjónustu og orkugeirann.

22.05.2014 | Kynningar

Samkeppnishæfni Íslands árið 2014

Niðurstöður Íslands í könnun IMD á samkeppnishæfni ríkja má sjá í meðfylgjandi kynningu. Ísland færist upp um fjögur sæti á listanum, úr 29. sæti upp í 25. sæti.

12.02.2014 | Skýrslur

Viðskiptaþing 2014: Upplýsingarit Viðskiptaráðs um alþjóðageirann

Í upplýsingarit Viðskiptaráðs um uppbyggingu alþjóðageirans á Íslandi, sem gefið var út á Viðskiptaþingi rétt í þessu, er fjallað um hlutverk alþjóðageirans í íslensku hagkerfi og þær meginforsendur sem styðja við eflingu hans. Þá er farið yfir tækifæri og áskoranir í umhverfi slíkrar starfsemi hérlendis út frá dæmisögum fjögurra ólíkra fyrirtækja innan alþjóðageirans.

15.12.2011 | Skýrslur

Gjaldeyrishöftin: Ný skýrsla og afnámsáætlun

Nýverið kom út ný skýrsla Viðskiptaráðs um gjaldeyrishöftin þar sem fjallað er um kostnaðinn sem af þeim hlýst og efnahagsleg áhrif þeirra. Tilgangur með útgáfu skýrslunnar er að ýta á ný við umræðu um gjaldeyrishöftin með því að varpa ljósi á margvíslega skaðsemi þeirra fyrir íslenskt hagkerfi verði þau of lengi við lýði.

16.02.2011 | Skýrslur

Tökumst á við tækifærin - Atvinnulíf til athafna

Í ár er Viðskiptaþing haldið undir yfirskriftinni „Tökumst á við tækifærin - Atvinnulíf til athafna“, en umfjöllunarefni þess eru þau fjölbreyttu tækifæri sem byggja á grunnstoðum íslensks atvinnulífs.

17.02.2010 | Skýrslur

Er framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf?

Fjallað var um niðurstöður könnunar um rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi sem Capacent Gallup framkvæmdi fyrir Viðskiptaráð í skýrslu sem birt var samhliða Viðskiptaþingi.

08.06.2009 | Skýrslur

Málþing og nýútgefin skýrsla: Hugsum smátt - lítil og meðalstór fyrirtæki

Rúmlega 50 manns sóttu málþing Viðskiptaráðs um lítil og meðalstór fyrirtæki undir yfirskriftinni „Margt smátt gerir eitt stórt“ í Þjóðminjasafni Íslands á föstudaginn. Tilgangur þingsins var einkum að vekja athygli á mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja í efnahagslífinu og fjalla um helstu ögranir og áskoranir á rekstrarumhverfi fyrirtækja af þessari stærðargráðu hér á landi. 

14.02.2008 | Skýrslur

Mjög góð þátttaka á Viðskiptaþingi 2008

Metþátttaka og uppselt var á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands. Hátt í 500 gestir mættu, en meðal gesta voru lykilmenn í íslensku viðskiptalífi, ráðherrar, þingmenn, fræðimenn, erlendir sendiherrar og embættismenn. Yfirskriftin var að þessu sinni: “Krónan: Byrði eða blóraböggull” og var tileinkuð skipan peningamála hérlendis.

13.02.2008 | Skýrslur

Meirihluti aðildarfélaga vill kasta krónunni

Á Viðskiptaþingi í dag voru kynntar niðurstöður könnunar sem gerð var meðal hátt í 300 aðildarfélaga Viðskiptaráðs Íslands. Til marks um áhuga félagsmanna á málefninu var svarhlutfall ríflega 70%, sem er óvenju hátt fyrir þetta form könnunar. Það er afdráttarlaus skoðun aðildarfélaga að evran komi helst til greina ef íslensk stjórnvöld ákveða að taka upp annan opinberan gjaldmiðil.