Útgáfa

Útgáfu Viðskiptaráðs er ætlað að auka almenna vitund og skilning á þeim viðfangsefnum sem snerta viðskiptalífið og afstöðu ráðsins í einstökum málefnum. Útgáfan skiptist í skoðanir, skýrslur, kynningar og greinar.

11.02.2016 | Skýrslur

Skýrsla aðalfundar 2016

Viðskiptaráð hefur gefið út skýrslu aðalfundar 2016 undir heitinu „Starfsemi Viðskiptaráðs.“ Þar má finna heildstætt yfirlit yfir starfsemi ráðsins síðastliðin tvö ár.

12.02.2014 | Skýrslur

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2014: Ársskýrsla síðustu tveggja ára

Í tilefni af aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands er komin út ársskýrsla ráðsins fyrir árin 2012-2013 þar sem m.a. er farið yfir störf ráðsins síðastliðin tvö ár.

15.02.2012 | Skýrslur

Aðalfundur 2012: Ársskýrsla Viðskiptaráðs - innlit til félaga ráðsins

Í tilefni af aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands er komin út ársskýrsla ráðsins fyrir árin 2010-2011. Skýrslan er að þessu sinni í sérstökum 95 ára afmælisbúningi, en ráðið var stofnað árið 1917. Á hverri opnu skýrslunnar er litið inn til félaga ráðsins og fá lesendur að skyggnast inn í rekstrarumhverfi og stöðu aðildarfélaga.

20.01.2011 | Greinar

Ábyrgð Viðskiptaráðs

Í rúm 93 ár hefur Viðskiptaráð Íslands tekið virkan þátt í umræðu um íslenskt atvinnulíf og þá umgjörð sem því er búin. Skýr grunngildi, sem meitluð eru í lög ráðsins, hafa vísað veginn. Þau fela í sér framtíðarsýn um öflugt atvinnulíf byggt á framtaki einstaklinga, lágmörkun ríkisrekstrar, kröftugum markaðsbúskap og alþjóðlegri samkeppnishæfni. Þessi gildi leggja grunn að verðmætasköpun atvinnulífsins og góðum lífskjörum á Íslandi.

19.01.2011 | Skoðanir

Ábyrgð Viðskiptaráðs

Í kjölfar falls bankakerfisins haustið 2008 hefur Íslendingum verið ofarlega í huga að gera upp og skilja hjá hverjum ábyrgð á þeirri atburðarás liggur. Er það bæði rétt og nauðsynlegt svo hægt sé að læra af því sem gerðist, breyta starfsháttum og tryggja að samskonar ástand verði ekki aftur ríkjandi.

17.02.2010 | Skýrslur

Ársskýrsla Viðskiptaráðs 2008-2009

Á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs sem haldið var í dag undir yfirskriftinni „Er framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf“ var birt ársskýrsla ráðsins fyrir árin 2008-2009. Skýrsluna má nálgast hér.

21.10.2009 | Útgáfa

Sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar snúa að framtíðinni

Tómas Már Sigurðsson og Finnur Oddsson fjölluðu um mannabreytingar hjá ráðinu, stöðu þess og verkefni næstu missera í viðtali í Fréttablaðinu laugardaginn 17. október síðastliðinn. Í máli forsvarsmanna Viðskiptaráðs kom fram að þó viðbúið væri að einhverjar breytingar fylgdu mannaskiptum þá stæði ráðið fyrir ákveðin grunngildi sem stæðu óhögguð og hafa sjaldan átt ríkari erindi til ráðamanna.

18.01.2009 | Útgáfa

Glæsileg útskrift frá Háskólanum í Reykjavík

Laugardaginn 17. janúar fór fram hátíðleg brautskráning 193 nemenda frá Háskólanum í Reykjavík, úr viðskiptadeild, tækni- og verkfræðideild, lagadeild og tölvunarfræðideild. Athygli vekur að ríflega helmingur útskriftarnema er þegar kominn með vinnu en stór hluti heldur áfram til frekara náms.  Að venju veitti Viðskiptaráð Íslands viðurkenningar fyrir námsárangur í öllum deildum.

13.02.2008 | Skýrslur

Ársskýrsla 2006-2007

Samhliða aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands, sem haldinn var á Hilton Reykjavík Nordica, var ársskýrsla ráðsins fyrir árin 2006-2007 birt. Í skýrslunni er farið yfir störf ráðsins síðastliðin tvö ár.