AMÍS: Opinn fundur um niðurstöðu forsetakosninganna

Miðvikudaginn 9. nóvember kl. 8.30-10.00 fer fram opinn fundur um niðurstöðu forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Sérfræðingar og áhugamenn um bandarísk stjórnmál munu fara yfir úrslitin og ræða framtíðaráherslur í bandarískum stjórnmálum.

Þátttakendur eru:

Friðjón Friðjónsson, framkvæmdastjóri KOM. Friðjón er áhugamaður um kosningar og bandarísk stjórnmál. Hann hefur verið tíður gestur í útvarpi og sjónvarpi sem skýrandi vegna kosninga í Bandaríkjunum en hann bjó á Washington DC svæðinu frá 2007-2010.

Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Silja Bára kennir m.a. bandarísk stjórnmál og hefur skýrt frá þeim í fjölmiðlum frá því hún flutti heim til Íslands eftir rúmlega áratugar búsetu í Bandaríkjunum.

Fundarstjórn er í höndum Sigríðar Á. Andersen, alþingismanns.

Hvenær: Miðvikudaginn 9. nóvember kl. 8.30-10.00
Hvar: LOGOS, Efstaleiti 5
Fundarmál: Íslenska / enska ef þörf er á

Athugið að ókeypis er inn á fundinn en skráning fer fram hér

Tengt efni

Getum við allra vinsamlegast gyrt okkur?

Við hefðum ekki getað rekið íslenskt samfélag og atvinnulíf síðastliðna áratugi ...
26. maí 2022

AMIS: Hillary vs Trump

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið (AMIS) heldur fund 24. ágúst n.k. í tengslum við ...
24. ágú 2016

AMIS: Viðskiptaferð til New York

Framundan er ferð til New York sem AMIS og Íslensk-ameríska viðskiptaráðið í ...
29. apr 2015