Opinn morgunfundur: Hjallastefnan sem aðferðafræði

Byltingarverðlaunin 2019 voru veitt af Viðskiptaráði og Manino í annað sinn á dögunum á ráðstefnunni Bylting í stjórnun. Í ár runnu verðlaunin til Hjallastefnunnar sem þótti hafa skarað fram úr öðrum við innleiðingu og notkun nýrra og framsækinna stjórnunaraðferða. Á stuttum morgunfundi mun Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastýra Hjallastefnunnar fara yfir aðferðafræði og byltingarkenndar leiðir til að ná fram því besta frá starfsfólki og fjalla m.a. um vinnutímastyttingu og valdeflingu.

  • Föstudaginn 29. nóvember kl. 8.30 – 9.30
  • Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35
  • Hylur á 1. hæð

Opinn fundur og allir velkomnir.

Létt kaffispjall og umræður að fundi loknum.

Tengt efni

Andri nýr formaður Viðskiptaráðs – Ný stjórn kjörin

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fór fram í dag. Þar var kunngerð niðurstaða úr ...
7. feb 2024

Tilnefningarnefndir á Norðurlöndunum

Greining Viðskiptaráðs á starfsemi tilnefningarnefnda á Norðurlöndunum
3. apr 2023

Norðurlöndin með mikilvægari viðskiptalöndum Íslands

Danmörk, Noregur og Svíþjóð stóðu undir 13,9% af heildarutanríkisverslun Íslands ...
8. des 2022